Staksteinar laugardagsmoggans eru helgaðir mér og viðtali sem ég veitti Sögnum, tímariti sagnfræðinema. Staksteinahöfundur veltir þar fyrir sér merkingu hugtaksins „Moggalygi“ – sem hann álítur að hafi einungis vísað til skrifa blaðsins um málefni austantjaldsríkja á tímum Kalda stríðsins. Hið rétta er að Moggalygi er miklu stærra hugtak og ekki afmarkað í tíma og rúmi. …
Monthly Archives: júní 2007
Rækjusamlokur
Hlustaði á viðtal við Gísla Martein Baldursson í hádegisfréttum útvarps. Hann lýsti gönguferð sinni meðfram Tjarnarbakkanum, þar sem prúðbúinn maður henti frá sér rækjusamloku, svo hún lenti á borgarfulltrúanum. Taldi Gísli Marteinn þetta vera til marks um sinnu- og hirðuleysi Reykvíkinga almennt. Rifjaðist þá upp fyrir mér gömul færsla á þessari bloggsíðu – um samfélagslegar …
Enn af dýraníðingum
Hundadrápin miklu sem vísað var til í síðustu færslu hafa verið mér hugleikin í dag. ígætur frændi minn átti fleiri hamstra en nöfnum tjáir að nefna og hlutu sumir þeirra ill örlög – t.d. í tilraunum hans til að varpa nagdýrunum í heimatibúnum fallhlífum fram af háum veggjum. Frændi komst til vits og ára og …
Tímabelti
Gamall skólabróðir stingur upp á því að Íslendingar komi sér inná rétt tímabelti. Ég vil gera þessa tillögu að minni – amk. meðan á Copa America stendur. Hef séð tvo leiki í mótinu nú þegar: Uruguay-Perú og Venesúela-Ekvador. Hvort tveggja frábærir fótboltaleikir. Ég hef lengi verið sökker fyrir Suður-Ameríkukeppninni. Gallinn er hins vegar tímasetningin á …
Kjaftæðisjöfnun
Kolefnisjöfnun er tískuorð sumarsins. Nú eiga allir að borga þúsundkall til skógræktar í Heiðmörk og geta þá puðrast upp um öll fjöll á tíu gata tryllitækjunum án samviskubits. Á rökréttu framhaldi af þessu hafa ýmsir stungið upp á annars konar jöfnun – s.s. Dr. Gunni sem skrifaði snjalla Bakþanka í Fréttablaðið þar sem hann stakk …
Nýja bókasnobbið
Á Mánagötunni eru bækur geymdar í tveimur herbergjum. Annars vegar í stofunni, en hins vegar í bóka/gesta/draslherberginu sem verður vonandi fljótlega skipt upp i tvennt. Til skamms tíma var bókunum skipt þannig niður á herbergin að í stofunni voru „fínu kilirnir“ – veglegar gjafabækur og ritsöfn eftir hina og þessa. Þetta er augljóslega mjög banalt …
The Clash
YouTube er æði! Það er hægt að finna nánast allt á þessu vefsvæði. Rakst á þessa tónleikaupptöku af The Clash í New Jersey, en seinna lagið – Julie´s Been Working for the Drug Squad – kemst líklega á topp-5 listann yfir uppáhalds Clash-lögin. Önnur sem koma til greina væru t.d. Spanish Bombs, Guns of Brixton, English …
Bókmenntagagnrýni
Jæja, þá eru Bretarnir búnir að aðla Salman Rushdie. Craig Murray, einn af mínum uppáhaldsbloggurum skrifar frábæra færslu um málið. Hann botnar ekkert í því hvers vegna menn þiggja svona nafnbætur: I can talk about Salman Rushdie’s honour with a certain earned hauteur, having in the course of my life turned down three honours myself …
Hræðsluþjóðfélagið
Frank Furedi er frjór höfundur. Ég er alls ekki alltaf sammála honum, en ansi oft hittir hann naglann á höfuðið. Þessi grein eftir hann á Spiked er hvorki stutt né auðlesin, en hún er helvíti góð. Þetta eru bannfærð sjónarmið. Mantran sem flestallir kyrja gengur út á að það sé svo mikilvægt að „draga fram …
Blóðbönd
Þegar ég var gutti mátti heita að það væri borgaraleg skylda að sjá flestar ef ekki allar íslenskar bíómyndir. Á seinni tíð nær maður þeim með höppum og glöppum í sjónvarpinu. Seint á sunnudagskvöldið var myndin Blóðbönd á dagskrá Sjónvarpsins. Gamla skylduræknin tók sig upp og við Steinunn horfðum á myndina. Nú er þetta ekki illa …