Kæruliðar

Jæja, í­ kvöldfréttum Sjónvarps í­ gær kom fram að Impregilo væri að í­huga að kæra konuna sem vogaði sér að gagnrýna fyrirtækið fyrir að mismuna starfsmönnum og slælega framgöngu í­ öryggismálum. Núna ví­sar fyrirtækið öllum ásökunum á bug og kallar rógburð – þótt raunar sé erfitt að sjá hvers vegna fyrrum starfsmenn ættu að gera sér að leik að gagnrýna verktakarisann. Það gerir það enginn að gamni sí­nu að troða illsakir við stórfyrirtæki sem hótar málshöfðunum að minnsta tilefni.

Athyglistvert er að núna vill Impregilo ekkert kannast við kerfisbundna mismunun verkafólks eftir þjóðerni og stöðu. Það er allt saman sagt uppspuni og hluti af rógsherferðinni miklu. Samt voru fyrstu viðbrögð mannvinarins Ómars R. Valdimarssonar, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, á þá leið að útskýra að stéttaskipting væri veruleiki í­ öðrum menningarsamfélögum og því­ útilokað að breyta slí­kum siðum við þessa framkvæmd.

Það hefði verið áhugavert ef fyrirtækið hefði haldið sig við þessa málsvörn – menningarlegu afstæðishyggjurökin. Þess í­ stað var snarlega ákveðið að spila gömlu plötuna í­ staðinn: neita öllu og hóta málshöfðun.

# # # # # # # # # # # # #

Og talandi um meðferð á erlendu verkafólki…

Vek athygli á færslu hjá Palla um axarskaft félagsmálaráðherra. Þar vitnar hann í­ kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar frá því­ í­ vor – kafla sem heitir Mannréttindastefna:

Mannréttindi í­ verki

Beita sér fyrir því­ að atvinnuleyfi fólks af erlendum uppruna verði bundið persónulega við viðkomandi einstakling en ekki vinnustað og vinnuveitanda, þó þannig að skyldur atvinnurekandans séu hinar sömu og áður. 

Nú hefur verið sagt frá því­ í­ fjölmiðlum að fyrsta verk nýrrar rí­kisstjórnar í­ málefnum erlends verkafólks gangi einmitt í­ þveröfuga átt – að meina öllum öðrum Rúmenum og Búlgörum að vinna hér NEMA um sé að ræða fólk sem komi í­ gegnum starfsmannaleigur.

Þetta er sví­virða! Náði haninn að gala tvisvar?

Það er lí­ka ömurlegt að sjá að engir stuðningsmenn Samfylkingarinnar í­ bloggheimum virðast ætla að þora hósta upp úr sér einu orði um þetta mál. Samt veit ég að mörgum þeirra lí­ður ekki vel vegna þessa.

# # # # # # # # # # # # #

Hvers vegna notar þýðandi House-þáttanna ekki hið ágæta orð hermannaveiki en talar þess í­ stað um legí­ónellu?

Megi Moggabloggið fá legí­ónellu – meina hermannaveiki…