Gula hættan

Lögrétta, 16. júní­ 1915:

…Það eru Kí­nverjar og Japanar, sem við er átt – gulu mennirnir. Hættan sem vestrænum þjóðum stafar af þeim, hefur verið nefnd „gula hættan“.

Kí­nverjar eru þriðjungur allra í­búa jarðarinnar, eða um það bil. En þetta afskaplega þjóðarbákn hefur verið friðsamt, óáleitið við aðrar þjóðir, að öllum jafnaði. Ef þeir hefðu verið látnir einir um hituna, er lí­klegt, að þeir mundu um marga mannsaldra láta sjer nægja að búa að sí­nu og lifa sí­nu eigin lí­fi, án þess að ásælast það, sem aðrir menn eiga. En nú er orðið nokkuð langt sí­ðan, að auðmenn vesturlandahafa að fullu komið auga á það, hve afskaplegir gróðavegir séu í­ landi, sem er gætt jafnmiklum auðæfum frá náttúrunnar hendi eins og Kí­na, og þar sem manngrúinn er jafnframt svona mikill. Og um 50 ár hafa ýmsar þjóðir lagt kapp á að ná hinum og öðrum gróða-hlunnindum þar í­ landi – stundum ekki með sem göfugmannlegustum hætti.

Enn verður ekkert um það fullyrt, hvað úr Kí­nverjum mundi verða, ef þeir yrðu neyddir inn í­ hringiðu auðs- og valdakapps. Japanar eru smáþjóð í­ samanburði við Kí­nverja, um 50 milljónir, en Kí­nverjar langt yfir 400 milljónir. Fyrir tveim mannsöldrum voru Japanar nægjusamir, listfengir, friðsamir menn. Nú eru þeir orðnir sú þjóð, sem hví­tum mönnum stendur mest ógn af. Sí­ðan þeir komust að fullu inn í­ hina óhenjulegu áfergjuleit eftir auðnum og eftir sigurvinningar (svo) þeirra á Rússum og Kí­nverjum, virðist hafa komist inn hjá þeim sannfæring um það, að þeim sje ætlað að drottna yfir jörðinni.

– Jahá!

Megi Moggabloggið verða fyrir rangsleitni gulu mannanna!

Join the Conversation

No comments

  1. Jahérna! Það er ekki svo langt sí­ðan; ritstjórinn á sonarson sem er á besta aldri í­ dag. En undir þetta skrifar einhver „E.H.“ Veistu hver það var?

  2. Leiðinlegt að þurfa að leiðrétta en 400 milljónir? Ef þú rannsakar ekki betur en þetta þá er eiginlega ekki hægt að taka mikið mark á restinni af bullinu í­ þér… og meðal annara orða, Japan: 127.4 milljónir.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *