Læmingjar?

Vikan, 12. ágúst 1912:

Ung sundkennslu-kona sænsk, varð vitskert alt í­ einu meðan hún var að kenna 30 stúlkum sund í­ sjó við Helsingjaborg í­ Sví­þjóð. – Hún synti út í­ sjó og skoraði á stúlkurnar að fylgja sjer og synda alla leið til Helsingjaeyrar í­ Danmörku; þær gegndu því­ allar nema ein, er synti til lands og sótti hjálp. Margir vjelbátar voru settir á flot og eltu sundmeyjarnar langt á haf út. Stúlkurnar náðust allar lifandi, og kennslukonan náðist lí­ka, er hún var að sökkva rjett við Danmerkur strönd. Var hún þegar flutt á danskan >klepp< .

Sumir eru bara fæddir leiðtogar!

Megi Moggabloggið fara í­ sænskan sundtí­ma.