Nouvelle Vague…

…er án efa eitthvert andstyggilegasta band sem fram hefur komið.

Þessi hljómsveit virðist ástunda það eitt að taka ágætislög og breyta þeim í­ lyftutónlist. Það keyrir þó um þverbak þegar þau leyfa sér að hrófla við klassí­skum Dead Kennedys-lögum. Ljótt, ljótt sagði fuglinn!

# # # # # # # # # # # # #

Nú er Samkeppniseftirlitið að reyna að bösta MS. Ég get ekki haft samúð með Mjólku. Fyrirtæki sem birtir auglýsingar með Marteini Mosdal í­ sjónvarpi á einfaldlega allt illt skilið.

Megi Moggabloggið sitja undir kvöldskemmtun með Ladda í­ gervi Herra Mosdal.