Nouvelle Vague…

…er án efa eitthvert andstyggilegasta band sem fram hefur komið.

Þessi hljómsveit virðist ástunda það eitt að taka ágætislög og breyta þeim í­ lyftutónlist. Það keyrir þó um þverbak þegar þau leyfa sér að hrófla við klassí­skum Dead Kennedys-lögum. Ljótt, ljótt sagði fuglinn!

# # # # # # # # # # # # #

Nú er Samkeppniseftirlitið að reyna að bösta MS. Ég get ekki haft samúð með Mjólku. Fyrirtæki sem birtir auglýsingar með Marteini Mosdal í­ sjónvarpi á einfaldlega allt illt skilið.

Megi Moggabloggið sitja undir kvöldskemmtun með Ladda í­ gervi Herra Mosdal.

Join the Conversation

No comments

  1. Leiðréttið mig ef ég hef á röngu að standa – en framleiðir Mjólka ekki bara úr umframframleiðslu bænda sem eru inni í­ niðurgreiðslukerfinu?

  2. Einhver sagði mér að þetta væru bændur sem hefðu reiknað út að það borgaði sig ekki að kaupa kvóta til að komast inn í­ niðurgreiðslukerfið og því­ framleiddu þeir mjólk utan við Guðna og menn (úrelt, ég veit).

    Frjálst framtak í­ sinni fegurstu mynd, ef rétt reynist.

  3. Nouvelle Vague er frábært band og útgáfan þeirra af to drunk to fuck kraftmikil, grúví­ og grí­ðarlega sexí­. Útgáfa þeirra af Guns of Brixton er ekki sí­ðri auk þess sem The Forrest, Love will tear us apart og Dancing with myself eru mjög góð. Að skilgreina Bossa Nova sem lyftutónlist er að mí­nu mati afar hæpið, þú gætir þá allt eins kallað djass lyftutónlist þar sem hann er ekki öskrandi rokk.

  4. Lyftutónlist er það – og lyftutónlist skal það heita!

    Ekki vissi ég að þessir glæpamenn hefðu tekið Guns of Brixton í­ svona útgáfu, en ekki minnkar andúð mí­n við þær fregnir.

Leave a comment

Skildu eftir svar við JBJ Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *