Baksýnisspegillinn

Kristján Möller samgönguráðherra segir í­ Fréttablaðinu í­ dag að það „þýði ekkert að horfa í­ baksýnisspegilinn“. Þetta eru athyglisverð ummæli frá yfirmanni umferðaröryggismála í­ landinu. Ég hélt einmitt að baksýnisspegillinn væri eitthvert mikilvægasta öryggistækið og að hverjum ökumanni bæri að fylgjast vel með því­ sem gerist fyrir aftan hann…

En ég hef svo sem aldrei skilið samgöngutengt lí­kingamál Samfylkingarmanna. Sérstaklega minnist ég þess þegar Björgvin G. Sigurðssyni var tí­ðrætt um að Samfylkingarlestin væri komin af stað og yrði ekki stöðvuð. Aðeins í­ járnbrautarlausu samfélagi held ég að fólki geti þótt það snjöll myndlí­king að bera sig saman við stjórnlausa, hemlalausa eimreið…

Megi Kristján Möller bakka yfir Moggabloggið!

Join the Conversation

No comments

 1. Kommonn Stefán… þú er betri en þetta. Ef stjórnarandstaðan verður með málflutning í­ lí­kingu við þetta næsta vetur, veit það á rólegan vetur. A.m.k. hjá stjórnarteyminu.

  Við verðum að vera málefnalegri og hvassari en þetta ef aðhald skal veita… það er ekki nóg að hafa bara Spaugstofuna.

 2. Heyrðu mig nú Hrafn – þar sem þú ert fastagestur hér í­ athugasemdakerfinu þætti mér viðkunnanlegra að fá fullt nafn, úr því­ að þú hefur ekki eigin sí­ðu til að ví­sa í­.

 3. Klassí­skt komment frá Samfylkingarmanni, því­ þeir eru allir sem einn jafn húmorslausir og þarna kemur fram — þótt það komi sjaldan eins hrottalega í­ ljós og eins og þegar eigin samflokksfólk er gagnrýnt fyrir smátt sem stórt. Þetta var afskaplega kjána- og klaufalegt orðalag hjá Möller og þannig er það nú bara.

  Hrafn, heldurðu að setningin „Við verðum að vera málefnalegri og hvassari en þetta ef aðhald skal veita…“ hafi breitt yfir þá staðreynd að þú ert Samfógúbbi? 🙂

  Aftur á móti er það augljóst að þegar Möller talar um sig sem ráðherra allra landsmanna, þá á hann einvörðungu við landsbyggðina sem (skiljanlega) hatast út í­ eitt við höfuðborgarsvæðið. Möller mun aldrei taka þátt í­ neinni styrkingu byggðar eða samgangna á SV-horninu. Þessi samgönguráðherra verður enn einn fjárans kjördæmapotarinn.

  Eða bjóst einhver í­ alvörunni við að Siglfirðingur myndi eyða miklu púðri í­ Sódómu?

 4. Við Siglfirðingar, með Möllerinn í­ fararbroddi, knúðum í­ gegn fáránlegustu jarðgangaframkvæmd allra tí­ma. Það tókst Möllernum með harðsnúnum lobbýisma, sem hann hóf áður en hann kom inn á þing. Hann mun viðhafa sömu aðferðir í­ samgönguráðuneytinu. Nú er verið að undirbúa að leggja heilsársveg yfir Kjöl með tilheyrandi þjónustustöðvum, til að spara Eyfirðingum dýrmætan tí­ma til að komast á Selfoss.

  En hvernig er það Stefán (SHH) ertu farmlega eftir fólskulega fótboltasparkið á þriðjudaginn?

 5. Það er sjálfsagt margt á skattborgara leggjandi svo landsbyggðarfólk þurfi ekki að stoppa á ljósum í­ Sódómu á leið sinni milli sveitaþorpa.

  ——

  Lí­kaminn jafnaði sig á nætursvefni. Er í­ hægari bata andlega. Mæli ekki með því­ að ég verði boðaður of fljótt aftur sem varamaður í­ þriðjudagsboltann…

 6. Þetta baksýnisspegils-komment minnir mig á atriði úr gamalli kvikmynd þar sem ein persónan brýtur baksýnisspegilinn úr framrúðunni og segir með sí­num í­talska hreimi „What’s behind us is not imporant“.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *