Skúbb: Nördarnir koma ekki!

Það er ví­st í­ tí­sku hjá bloggurum um þessar mundir að „skúbba“ fréttum og hlakka svo yfir því­ þegar hinar hefðbundnu fréttastofur þurfa að lepja þær upp nokkrum klukkutí­mum sí­ðar. Ekki get ég verið minni maður – og hér kemur stóra skúbbið:

Sænska nördafótboltaliðið kemur ekki til landsins! Það verður því­ ekkert úr nörda-landsleiknum á landsmóti UMFÁ í­ Kópavogi sem boðaður hefur verið.

ístæðan mun vera sú að þessa sömu helgi verður stór Star Trek-ráðstefna í­ Eskilstuna, þar sem hálft skandinaví­ska nördasamfélagið verður samankomið.

Skipuleggjendur landsmótsins kipptu sér þó ekki upp við þessi tí­ðindi og munu nú þegar hafa samið um annan sýningarleik – þar mætast í­slenska landsliðið og úrvalslið skipað leikmönnum KR og FRAM…

…nei, það er eiginlega ekki hægt að gera grí­n að þessu helví­ti.

# # # # # # # # # # # # #

Gömul og góð grein af Múrnum um sögulegt kjúrí­osí­tet – Gústi Hví­tkollur og fyrsta flugvélin, stendur enn fyrir sí­nu.

# # # # # # # # # # # # #

Megi Moggabloggið keppa við Kýpverja í­ körfubolta.