Af manndrápum

Á útvarpsfréttunum er sagt frá því­ að byssumaður utan af landi verði lí­klega kærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa skotið á konuna sí­na. Þetta hljómar skringilega.

Nú er ég fjarri því­ að vera lögfræðingur – hvað þá sérfræðingur á sviði refsiréttar – en samkvæmt minni máltilfinningu heiti það morð eða morðtilræði ef maður drepur eða reynir að drepa annan mann. Manndráp ví­sar þá til þess ef maður ræður einhverjum bana fyrir slysni eða með óvarkárni. Ekki satt?

Tilraun til manndráps gengur samkvæmt þessari skilgreiningu ekki upp – ekki frekar en menn geti viljandi framkvæmt eitthvað óvart…

Eða hvað?

# # # # # # # # # # # # #

Nýjasta hefti Sögunnar allrar er ágæt lesing. Þar má meðal annars fræðast um Spánverjaví­gin, lí­klega ljótasta ní­ðingsverk Íslandssögunnar. Alltaf fannst mér það undarleg ráðstöfun að nefna bar í­ miðbænum eftir ní­ðingnum Ara frá Ögri.

Megi Moggabloggið hljóta örlög basknesku skipbrotsmannanna.