Taktík

Á dag birtist einn af í­slensku vorboðunum á forsí­ðu Blaðsins. Það var Ólafur Páll Sigurðsson umhverfisverndarsinni sem enn á ný boðar grí­ðarfjölmenn mótmæli gegn stóriðjustefnunni hér á landi. Að venju er bæði staðsetning og fyrirkomulag mótmælanna leyndarmál að svo komnu máli.

Við Ólafur Páll erum kinka-kolli-kunnugir og höfðum einu sinni samstarf um að flytja hingað til lands ágætan fyrirlesara. Hugmyndir okkar um hvernig standa skuli að pólití­skum mótmælaaðgerðum eru hins vegar harlaólí­kar.

Ég botna ekki í­ þeirri taktí­k að lofa fyrirfram geysifjölmennum aðgerðum. Með því­ að láta í­ það skí­na að fáheyrður fjöldi mótmælenda muni streyma á svæðið er tryggt að jafnvel álitlegur hópur mun verða talin fámennur og aðgerðirnar flopp. Þetta er svipað og þegar Jakob Frí­mann gaf út yfirlýsingar í­ tengslum við einhverja undirskriftarsöfnunina (Eyjabakkavirkjun í­ umhverfismat – minnir mig) að markmiðið væri að þetta yrði stærsta undirskriftarherferð sögunnar. Þegar tugþúsundir skrifuðu að lokum undir, spurðu fjölmiðlamenn bara út í­ samanburðinn við Varið land.

Furðulegri finnst mér þó þessi leyndar-aðferðafræði – sú hugmynd að ekki megi ljóstra upp um staðsetningu eða tilhögun mótmælanna. ístæðan er væntanlega sú að Ólafur Páll telur – eflaust réttilega – að yfirvöld muni reyna að setja stein í­ götu aðgerðanna. Þeir sem hafa lagt sig eftir að fylgjast með framferði lögregluyfirvalda í­ tengslum við mótmæli hér sí­ðustu sumur hafa orðið vitni að ótrúlegum vinnubrögðum. Fátt bendir til að það muni breytast nú.

En leyndin kemur ekki að neinu gagni í­ þessu efni. Hafi maður ástæðu til að ætla að löggan sé að njósna um mann, þá eru ekki réttu viðbrögðin að læðupokast – einmitt vegna þess að löggan ER að njósna og mun því­ komast að öllu hvort sem er, en laumuspilið hefur þau áhrif að samherjarnir fá ekkert að vita!

Það getur vel verið að einhverjum smáhópum róttæklinga finnist voða spennandi að endurlifa æskuna með því­ að taka þátt í­ leynifélagsleikjum – en þorri fólks nennir ekki að vera með í­ slí­ku. Fyrir vikið munu miklu færri taka þátt í­ mögulegum mótmælaaðgerðum en ella.

Hvað er þá til ráða fyrir mótmælendur sem hafa lögguna á bakinu? Eina raunhæfa lausnin er að skipuleggja allt fyrir opnum tjöldum. Setja spilin á borðið og útskýra nákvæmlega fyrir fjölmiðlum hvar og hvernig ætlunin sé að standa fyrir aðgerðum. Þannig eru vopnin slegin úr höndum yfirvalda.

# # # # # # # # # # # # #

Það er ljótt að heyra að Eggert Stefánsson hafi meiðst í­ leiknum gegn HK á sunnudagskvöldið. Djöfull hlýtur það að vera ömurlegt fyrir þessa stráka sem eru meira eða minna allt árið að æfa sig og undirbúa fyrir þessa örfáu leiki yfir sumarið að lenda í­ svona óhöppum trekk í­ trekk.

Megi Moggabloggið slí­ta krossband.