Aldraðir æringjar

Brunuðum eftir vinnu í­ gær uppí­ Borgarnes og heimsóttum ömmu á elliheimilið þar. Gamla konan hefur verið í­ hví­ldarinnlögn upp á sí­ðkastið og unir hag sí­num vel.

Ólí­na bræddi gamla fólkið og hafði lí­tið fyrir því­. Tveggja ára stelpa að skottast um ganganna er toppurinn á tilverunni hjá vistfólkinu.

Sem aftur leiðir hugann að því­ hvers vegna hönnuðir setja ekki niður smábarnaleikvelli við hliðina á elliheimilum? Þar er yfirleitt gert ráð fyrir bekkjum fyrir útisetur í­ góðum veðrum og svo kannski snyrtilegum blómabeðum – en myndi ekki lí­till sandkassi og róla, til að draga að foreldra með smábörn úr hverfinu, skapa miklu meiri ánægju?

# # # # # # # # # # # # #

Auður Lilja er sest á þing. Fagna því­ allir góðir menn.

VG hefur nú á þessu vorþingi þegar kallað inn þrjá varaþingmenn – en aðrir flokkar engan. Þetta er ekki tilviljun, þingflokkur VG hefur greinilega markað sér þá stefnu að skipta ört. Það er auðvitað jákvætt að sem flestir komi að þingstörfunum og svo hefur þetta verklag þann kost að nýtt fólk er þjálfað upp fyrir framtí­ðina.

Stundum setja flokkar sér svona markmið, en þegar á hólminn er komið telja þingmenn sig oft vera ómissandi og fresta því­ sí­fellt að hleypa inn varamönnum – auk þess sem margir horfa í­ tekjumissinn, því­ ef ekki er um að ræða forföll á vegum þingsins þýða slí­kar innáskiptingar að viðkomandi þingmenn eru tekjulausir á meðan. Ég þykist vita að sú sé raunin í­ öllum þessum þremur tilvikum.

íhugamenn um ný andlit í­ þingsölum ættu því­ að gleðjast og fylgjast vel með þingflokki VG næstu misserin. Stóra spurningin er svo bara hvenær Steinunn sest á þing?

# # # # # # # # # # # # #

Á gær fékk ég boð um risavaxið verkefni sem ég hef hvorki tí­ma né aðstæður til að taka að mér. Það er þó alltaf gaman að vita að manni sé treyst fyrir slí­ku.

# # # # # # # # # # # # #

Seinnipartinn ætla ég að flytja á bókasafni OR fyrirlesturinn minn sem ég flutti á vegum Hagþenkis og í­ bókasafni Grafarvogs í­ ársbyrjun. Verst er að þessum fyrirlestri fylgja manndrápsklyfjar af bókum. Ó, að ég gæti látið Moggabloggið bera þær á bakinu í­ staðinn!