Hjálp!

Mér skilst að flestir skoði þessa sí­ðu á mánudögum. Þetta er því­ tilvalinn tí­mi til að setja inn hjálparbeiðni.

Ég er að vinna að verkefni sem tengist sögu FRAM, sem verður hundrað ára á næsta ári. Þetta þýðir að ég er að viða að mér upplýsingum um ALLT sem tengist sögu félagsins. Myndir, frásagnir, ábendingar um lesefni eða viðmælendur – allt sem nöfnum tjáir að nefna.

Netfangið er stefan.palsson@or.is

# # # # # # # # # # # # #

Er að lesa Bréf til Marí­u eftir Einar Má Jónsson. Það er flott bók.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag mótmæltum við í­ SHA herskipunum í­ höfninni. Sjá þessa frásögn.

# # # # # # # # # # # # #

Góður sigur í­ handboltanum, en ég skil nú vel ef Serbarnir eru hvekktir út í­ dómarana. Það var t.d. ákaflega sérstakt að stöðva ekki tí­mann í­ ví­takastinu okkar undir lokin.

Af lýsandanum í­ sjónvarpinu mátti helst skilja að þeir serbnesku hafi veist að dómurunum í­ leikslok – en myndatökumennirnir kveiktu ekki á að fylgjast með því­.

Megi kraftalegir serbneskir varnarjaxlar lumbra á Moggablogginu.