Blóðbönd

Þegar ég var gutti mátti heita að það væri borgaraleg skylda að sjá flestar ef ekki allar í­slenskar bí­ómyndir. Á seinni tí­ð nær maður þeim með höppum og glöppum í­ sjónvarpinu.

Seint á sunnudagskvöldið var myndin Blóðbönd á dagskrá Sjónvarpsins. Gamla skylduræknin tók sig upp og við Steinunn horfðum á myndina.

Nú er þetta ekki illa gerð mynd. Hljóðið bærilegt fyrir í­slenska mynd, leikurinn yfirleitt ágætur og fá kjánaleg atriði – kannski ekki hvað sí­st vegna þess að plottið var mjög jarðbundið. Íslenskt efri-millistéttar raðhúsadrama – engir bí­laeltingaleikir á Sæbrautinni eða mafí­ósar í­ Seláshverfi.

Akkilesarhæll myndarinnar var hins vegar sagan sjálf. Hún var eitthvað á þessa leið:

Augnlæknir sem er að skrí­ða á miðjan aldur (að öllu leyti óáhugaverð persóna, sem virðist klippt út úr auglýsingu fyrir tryggingafélag) uppgötvar að hann er kokkáll og að sonur hans er rangfeðraður. Hann vorkennir sjálfum sér óskaplega mikið, en nær að jafna reikningana með því­ að taka saman við ungu klí­nikdömuna sí­na og koma illa fram við hana. Þar með virðist honum hafa tekist að jafna reikningana við kvenþjóðina og allir lifa hamingjusamlega til æviloka – nema klinkan, en hún var lí­ka drusla.

Stuð.

# # # # # # # # # # # # #

Undir lok fyrri hálfleiks hjá FRAM og Fylki í­ gærkvöld sendi einhver Sví­i sem ég kann engin deili á eftirfarandi tölvupóst á alla stjórnarmenn í­ FRAM:

Why can’t Fram score and win against Fylkir in front of own fans?? It’s all about scoring goals and win matches NOT about playing them 0-0 and then risk to lose 0-1 or 0-2 with late goal against……The club NEED three points here and fans all over NEED something to celebrate so why can’t players do their jobs out there and WIN??

Come on now Fram, you must can do better than this or????? Maybee players wake up if poor awayteam Fylkir score first goal, COME ON NOW

GO FOR THREE POINTS AND MAKE FANS HAPPY, FORZA.

BEST OF LUCK FROM SOME FANS IN SWEDEN!!

😉

Go for gold here is nothing to lose just all to win, FORZA.

Þetta er – tjah – athyglisverður póstur…

# # # # # # # # # # # # #

Á gær valt steypubí­ll á Sæbrautinni. Hvers vegna gat Moggabloggið orðið undir honum?