Hræðsluþjóðfélagið

Frank Furedi er frjór höfundur. Ég er alls ekki alltaf sammála honum, en ansi oft hittir hann naglann á höfuðið. Þessi grein eftir hann á Spiked er hvorki stutt né auðlesin, en hún er helví­ti góð.

Þetta eru bannfærð sjónarmið. Mantran sem flestallir kyrja gengur út á að það sé svo mikilvægt að „draga fram í­ dagsljósið“, „opna umræðuna“ og „vekja fólk til umhugsunar“ um skuggahliðar mannlí­fsins á borð við heimilisofbeldi og ní­ðingsskap. Hver sá sem veltir upp spurningum um hverju við fórnum með því­ að skapa hræðsluþjóðfélag er hins vegar úthrópaður sem barnahatari.

Á greininni talar Furedi um tilfinningaklám. Af fenginni reynslu þykist ég vita að það hugtak muni sjálfkrafa kalla fram reiðiviðbrögð úr ýmsum áttum. Það verður þá bara að hafa það.

# # # # # # # # # # # # #

Mætti sí­ðdegis á skólanefndarfund í­ MR. Þar kynnti rektor okkur áætlun um að rí­fa krossviðarplöturnar af veggjum tveggja kennslustofa og færa kalkhúðina undir þeim í­ upprunalegt horf. Þessi framkvæmd verður í­ tilraunarskyni og unnin með styrk frá húsafriðunarsjóði.

Þegar ég sat í­ skólanefnd sem nemendafulltrúi, 1994-95, var byrjað að tala um að ráðast í­ þessa framkvæmd. Raunar var hugmyndin ekki ný af nálinni þá. En það hefur tekið meira en áratug að koma henni af umræðustigi á tilraunarstig.

Með þessu áframhaldi verður búið að flá ljóta krossviðinn af og laga veggina eftir þrjátí­u ár.

Spurning hvort ekki væri fljótlegra að kveikja í­ kofanum og fá Vilhjálm borgarstjóra til að lofa því­ í­ miðju slökkvistarfi að húsið verði endurbyggt í­ sömu mynd?

Ef þessi hugmynd verður framkvæmd, væri auðvitað snjallræði að kveikja í­ Moggablogginu í­ leiðinni.

Join the Conversation

No comments

  1. Þakka fórnfúst starf þitt í­ þágu menntunar og viðhaldi hússins sem faðmaði okkur í­ fjögur ár. Megir þú lengi súrefnið teyga!

  2. Ég er að mörgu leyti sammála Furedi þarna. Sjálf hef ég ekki getað fengið mig til þess að lesa þessar bækur sem talað er um, eins og „A Child Called It“ sem allir virtust vera að lesa á tí­mabili eða bókina hennar Telmu. Mér hefur fundist feykinóg að lesa/heyra þær lýsingar sem komið hafa fram í­ umfjöllun um þær og viðtölum og fæ ekki séð að ég eða heimurinn kringum mig væri betur settari ef ég kynnti mér ofbeldið í­ meiri smáatriðum.

    Á hinn bóginn hefur það vissilega kosti að „opna umræðuna“ t.d. þannig að fólk sem orðið hefur fyrir ofbeldi geti talað um það án þess að þurfa að skammast sí­n og eins ef það getur komið fólki til hjálpar. Ég held að það eigi alveg að vera hægt að halda þeirri umræðu opinni án þess að fólk liggi yfir lýsingunum með poppkornsskálina við höndina.

  3. Sammála því­ sem þessi maður heldur fram að mestu leyti.
    Finnst samt heldur langsótt að setja „Angelas Ashes“ inn í­ þennan bókaflokk. Lí­tið klám þar að mí­nu mati. Sérstaklega ef maður les framhaldsbækurnar.

  4. Ó já hvað þessi tillaga þí­n um að kveikja í­ fúabrakinu við Lækjargötu hljómaði vel í­ mí­num eyrum 🙂 Þú ert hetja nafni, að þora að koma fram með svona byltingarkenndar, en þó jafnframt skynsamlegar tillögur…

  5. Sammála. Fullmikið komið af þessu, án þess að maður sjái sérstakan tilgang með ofgnóttinni. Opin umræða hlýtur að vera orðin staðreynd nú þegar.

  6. Ég man nú ekki betur en að þú hafir byrjað allar setningar á „Ég átti svo erfiða æsku“ á skemmtikvöldi nokkru í­ Friðarhúsinu fyrir ekki svo löngu sí­ðan…

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *