Jæja, þá eru Bretarnir búnir að aðla Salman Rushdie. Craig Murray, einn af mínum uppáhaldsbloggurum skrifar frábæra færslu um málið. Hann botnar ekkert í því hvers vegna menn þiggja svona nafnbætur:
I can talk about Salman Rushdie’s honour with a certain earned hauteur, having in the course of my life turned down three honours myself (LVO, OBE and CVO, since you ask). I have never understood why people accept honours when there is so much more social cachet in refusing them.
People in the FCO always imagined I turned them down because of a vague egalitarianism. Actually it is because, as a good Scot, I felt no need to accept anything from a provincial German family notable for lack of intellectual distinction. The Queen asked me, in Warsaw, why I refused, and I replied it was because I am a Scottish nationalist. She replied „Oh good“ with a charming smile.
Annars viðurkennir Murray að hafa einu sinni á ævinni þegið viðurkenningu af þessu tagi:Â I do have one honour – I am an Officier de l’Ordre du Mono.of the Republic of Togo. This was given me by the late President Eyadema, who as far as I know was the only recent Head of State who strangled his predecessor with his own hands.
Niðurstaða Murrays er sú að það hafi verið út í hött að aðla Rushdie – ekki endilega vegna þess að hann hafi sett allt á hvolf með meintu guðlasti þarna um árið, heldur vegna þess að hann sé enginn afbragðsrithöfundur. Held að það sé talsvert til í þessu – amk þekki ég ekki nokkurn mann sem hefur náð að berja sig í gegnum Söngva Satans.
Góður drengur, sem er einmitt að fara að gifta sig um helgina, sagði einhverju sinni um dauðadóminn yfir Rushdie að það væri mikill misskilningur að hann væri sprottinn af trúarofstæki. Þetta væri miklu frekar dæmi um beinskeytta bókmenntagagnrýni!
Megi Moggabloggið fá írönsku æjatollana upp á móti sér.