Bókmenntagagnrýni

Jæja, þá eru Bretarnir búnir að aðla Salman Rushdie. Craig Murray, einn af mí­num uppáhaldsbloggurum skrifar frábæra færslu um málið. Hann botnar ekkert í­ því­ hvers vegna menn þiggja svona nafnbætur:

I can talk about Salman Rushdie’s honour with a certain earned hauteur, having in the course of my life turned down three honours myself (LVO, OBE and CVO, since you ask). I have never understood why people accept honours when there is so much more social cachet in refusing them.

People in the FCO always imagined I turned them down because of a vague egalitarianism. Actually it is because, as a good Scot, I felt no need to accept anything from a provincial German family notable for lack of intellectual distinction. The Queen asked me, in Warsaw, why I refused, and I replied it was because I am a Scottish nationalist. She replied „Oh good“ with a charming smile.

Annars viðurkennir Murray að hafa einu sinni á ævinni þegið viðurkenningu af þessu tagi:  I do have one honour – I am an Officier de l’Ordre du Mono.of the Republic of Togo. This was given me by the late President Eyadema, who as far as I know was the only recent Head of State who strangled his predecessor with his own hands.

Niðurstaða Murrays er sú að það hafi verið út í­ hött að aðla Rushdie – ekki endilega vegna þess að hann hafi sett allt á hvolf með meintu guðlasti þarna um árið, heldur vegna þess að hann sé enginn afbragðsrithöfundur. Held að það sé talsvert til í­ þessu – amk þekki ég ekki nokkurn mann sem hefur náð að berja sig í­ gegnum Söngva Satans.

Góður drengur, sem er einmitt að fara að gifta sig um helgina, sagði einhverju sinni um dauðadóminn yfir Rushdie að það væri mikill misskilningur að hann væri sprottinn af trúarofstæki. Þetta væri miklu frekar dæmi um beinskeytta bókmenntagagnrýni!

Megi Moggabloggið fá í­rönsku æjatollana upp á móti sér.

Join the Conversation

No comments

 1. Þessi færsla bjargaði morgninum hjá mér 🙂

  „…who as far as I know was the only recent Head of State who strangled his predecessor with his own hands.“

  Ég frussaði kaffi á lyklaborðið úr hlátri.

 2. Ég held raunar að þetta sé alveg öfugt. Fullt af fólki sem ekki hefur lesið stafkrók eftir Rushdie heldur að hann sé miðlungshöfundur sem er bara frægur fyrir dauðadóminn. Þetta er bull. Rushdie er frábær skáldsagnahöfundur og ennþá betri esseiisti. Mæli með því­ að þú lesir nokkrar af ritgerðunum í­ Imaginary homelands eða Step across this line. Ég skal lána þér þá sí­ðarnefndu, þar eru til dæmis ansi skemmtilega pælingar um fótbolta og trúleysi (þó í­ sitthvoru lagi).

 3. Harún og sagnahafið fékk verðlaun sem besta útvarpsleikritið á Grí­muhátí­ðinni fyrir viku. Menn hafa sjálfsagt verið aðlaðir fyrir minni sakir.

 4. Rushdie er frábær höfundur – en mér finnst merkilegt að allir sem halda öðru fram hafa gefist upp á Söngvum Satans (sem ég hef ekki lesið). Getur verið að Khomeini hafi verið æstur Rushdie-aðdáandi sem varð fyrir svona heiftarlegum vonbrigðum með nýju bókina?

 5. Ég get ekki mælt fyrir annara munn, enn fyrir mitt leyti er söngvar Satans ein áhrifamesta bók sem ég hef lesið. Hitt er svo kannski annað mál, að ef ekki hefði verið fyrir „dauðadóminn“ þá hefði ég lí­klega aldrei lesið þessa bók. Það segir að sjálfsögðu mest um sjálfan mig.

  Góðar stundir

 6. „út í­ hött að aðla Rushdie“ gefur til kynna að það sé í­ sumum tilfellum eitthvert vit í­ því­ að aðla fólk. Eru sem sagt flestir aðrir „aðalsmenn“ í­ alvörunni betri en við sauðsvartur almúginn?

 7. Já, skemmtilegar pælingar!

  Á tí­ma í­ enskum bókmenntum uppí­ HÁ fyrir margt löngu sagði ístráður Eysteinsson eitt sinn að það tæki æfina að lesa Finnegans Wake eftir Séamus Seoighe. Jafnvel við þessar aðstæður, ofuráhugasamir háskólanemar að hlusta, þótti þessi yfirlýsing vafasöm. Er það virkilega svo að bókmenntir öðlist aukið vægi jafnvel við það eitt að vera sérlega tyrfnar? Er eitthvert bókmenntaverk þannig vaxið að menn vilji verja æfinni í­ lestur þess — þá á kostnað annars? (Ef við tökum yfirlýsinguna of bókstaflega.)

  Annars er einn eftirlætis brandari minn þessi:
  What is the difference between Salman Rushdie og Elvis?
  – Elvis lives!

  Kær kveðja,
  Jakob

 8. Ps. Eins og sjá má á setningunni „What is the difference between Salman Rushdie og Elvis?“ þá var ég ekki kominn lengra í­ þýðingunni en að snara „and“ yfir í­ „og“.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *