Gamall skólabróðir stingur upp á því að Íslendingar komi sér inná rétt tímabelti. Ég vil gera þessa tillögu að minni – amk. meðan á Copa America stendur. Hef séð tvo leiki í mótinu nú þegar: Uruguay-Perú og Venesúela-Ekvador. Hvort tveggja frábærir fótboltaleikir.
Ég hef lengi verið sökker fyrir Suður-Ameríkukeppninni. Gallinn er hins vegar tímasetningin á leikjunum. Ég er smeykur um að næstu vikurnar eigi ég eftir að verða ansi framlágur í vinnunni ef svo fer sem horfir.
# # # # # # # # # # # # #
Mér skilst að Moggabloggið snúist bara um hundadráp á Akureyri þessa daganna.
Til að kjaftæðisjafna þá umræðu legg ég til að unglingarnir mínir verði ráðnir til að lesa Pan eftir Hamsun. Það er djúp saga um hundamisþyrmingar.
(Er það ekki rétt munað hjá mér að Hrafn Gunnlaugsson hafi ætlað að kvikmynda Pan?)