Tímabelti

Gamall skólabróðir stingur upp á því­ að Íslendingar komi sér inná rétt tí­mabelti. Ég vil gera þessa tillögu að minni – amk. meðan á Copa America stendur. Hef séð tvo leiki í­ mótinu nú þegar: Uruguay-Perú og Venesúela-Ekvador. Hvort tveggja frábærir fótboltaleikir.

Ég hef lengi verið sökker fyrir Suður-Amerí­kukeppninni. Gallinn er hins vegar tí­masetningin á leikjunum. Ég er smeykur um að næstu vikurnar eigi ég eftir að verða ansi framlágur í­ vinnunni ef svo fer sem horfir.

# # # # # # # # # # # # #

Mér skilst að Moggabloggið snúist bara um hundadráp á Akureyri þessa daganna.

Til að kjaftæðisjafna þá umræðu legg ég til að unglingarnir mí­nir verði ráðnir til að lesa Pan eftir Hamsun. Það er djúp saga um hundamisþyrmingar.

(Er það ekki rétt munað hjá mér að Hrafn Gunnlaugsson hafi ætlað að kvikmynda Pan?)