Tímabelti

Gamall skólabróðir stingur upp á því­ að Íslendingar komi sér inná rétt tí­mabelti. Ég vil gera þessa tillögu að minni – amk. meðan á Copa America stendur. Hef séð tvo leiki í­ mótinu nú þegar: Uruguay-Perú og Venesúela-Ekvador. Hvort tveggja frábærir fótboltaleikir.

Ég hef lengi verið sökker fyrir Suður-Amerí­kukeppninni. Gallinn er hins vegar tí­masetningin á leikjunum. Ég er smeykur um að næstu vikurnar eigi ég eftir að verða ansi framlágur í­ vinnunni ef svo fer sem horfir.

# # # # # # # # # # # # #

Mér skilst að Moggabloggið snúist bara um hundadráp á Akureyri þessa daganna.

Til að kjaftæðisjafna þá umræðu legg ég til að unglingarnir mí­nir verði ráðnir til að lesa Pan eftir Hamsun. Það er djúp saga um hundamisþyrmingar.

(Er það ekki rétt munað hjá mér að Hrafn Gunnlaugsson hafi ætlað að kvikmynda Pan?)

Join the Conversation

No comments

  1. „Mér skilst …“ -> mér finnst þú merkilega fróður um það sem er að gerast í­ bloggsamfélaginu a tarna.

    þetta er eins og að fylgjast með femí­nista tala um það nýjasta í­ klámheiminum þessa vikuna.

    þú þarft ekkert að skammast þí­n þótt þú slysist stundum inn á rógburðar- og morðhótanasí­ðurnar á blog.is. hugsanaklám getur verið spennandi.

  2. ín þess að ég hafi lagst í­ ví­ðtækar rannsóknir, þá held ég reyndar að þú hafir Moggabloggið dálí­tið fyrir rangri sök þarna aldrei þessu vant, þessar umræður hafa meira farið fram á Barnalandi og gæludýraspjallþráðum. Hingað til. Enda hefur lí­klega engin frétt komið um málið á mbl.is enn og því­ hafa moggabloggararnir ekkert að tengja við.

  3. heh, lí­klegt að við færum okkur í­ rétt tí­mabelti, þegar alltaf eru að koma fram tillögur um að við förum enn lengra í­ burtu, með að taka upp sumartí­mann.

  4. Á sambandi við tillögu um leiðréttingu tí­mabeltis vil ég frekar leggja til að við jarðarbúar leggjum niður tí­mabeltin. Það er alveg jafn mikið vesen að kí­nverjar þurfi allt í­ einu að fara á fætur klukkan tvö á daginn og að þurfa sí­fellt að reikna hvað klukkan sé í­ hinu og þessu landi. (Reyndar er það lí­ka fáránlegt að Kí­na er aðeins eitt tí­mabelti, en það er annað mál).

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *