Hundadrápin miklu sem vísað var til í síðustu færslu hafa verið mér hugleikin í dag.
ígætur frændi minn átti fleiri hamstra en nöfnum tjáir að nefna og hlutu sumir þeirra ill örlög – t.d. í tilraunum hans til að varpa nagdýrunum í heimatibúnum fallhlífum fram af háum veggjum. Frændi komst til vits og ára og enginn hélt minningarstundir vegna hamstranna.
Ég fór líka að hugsa um öskudaginn – þar sem hápunkturinn var jú lengi vel að „slá köttinn úr tunnunni“. Þegar ég var pjakkur, var reynt að koma þessum tunnusláttarsið á í Reykjavík. Þá var tunna fyllt af gotteríi og börnum boðið að láta höggin dynja á henni. Á teoríunni var þetta saklaus skemmtun, en í raun var um stórhættulegt atferli að ræða – enda rann æði á börnin um leið og tunnan brast og smástelpur tróðust undir.
Á sínum tíma gengu sögur af því að á Akureyri og á ísafirði væri til siðs að hafa dauðan kött eða hrafn í tunnunni. Var þetta talið til marks um að sveitavargurinn væri klikk.
Eftir því sem ég kemst næst, voru þetta flökkusagnir. Engar dauðar eða lifandi skepnur var að finna í tunnunum fyrir vestan og norðan. Ekki í byrjun níunda áratugarins að minnsta kosti…
Sló upp í Sögu daganna eftir írna Björnsson og las um Kattarslag á Öskudegi. Þar segir:
Leikurinn að slá köttinn úr tunnunni eða kattarslagur er sömuleiðis kominn hingað frá Danmörku. Þangað er hann helst talinn hafa borist með Hollendingum þeim sem í boði Kristjáns 2. settust að á eyjunni Amager við Kaupmannahöfn á 16. öld. ílíka dýrapyntingar og ekki síst grimmd í garð katta var þó algeng skemmtun við ýmis tækifæri víða í Evrópu fyrr á öldum. Fjöldi manna virðist löngum hafa átt erfitt með að þola hversu erfitt er að temja köttinn. (s. 537)
Muna: láta unglingana lesa í Sögu daganna. Það ætti að núlla út 30-40 þruglfærslur um fangelsisvist Parísar Hilton.
# # # # # # # # # # # # #
Herfileg úrslit á KR-vellinum í kvöld.
Frábær leikur Paraguay gegn Kólumbíu. Þetta Suður-Ameríkumót verður bara betra og betra…
Viðbót: er að horfa á Argentínu gegn BNA. Þar situr Maradonna pattaralegur í landsliðsbúnings-replikku innan um aðra stuðningsmenn argentínska liðsins. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir að Maradonna er flottastur en Péle labbakútur. Péle hefði alltaf verið í jakkafötum innan um stórlaxana.