Rækjusamlokur

Hlustaði á viðtal við Gí­sla Martein Baldursson í­ hádegisfréttum útvarps. Hann lýsti gönguferð sinni meðfram Tjarnarbakkanum, þar sem prúðbúinn maður henti frá sér rækjusamloku, svo hún lenti á borgarfulltrúanum. Taldi Gí­sli Marteinn þetta vera til marks um sinnu- og hirðuleysi Reykví­kinga almennt.

Rifjaðist þá upp fyrir mér gömul færsla á þessari bloggsí­ðu – um samfélagslegar eða einstaklingsbundnar skýringar. Kveikjan að henni var frásögn Egils Helgasonar af rækjusamloku sem lenti nánast í­ hausnum á honum rétt hjá Tjörninni. Egill kaus að grí­pa til samfélagslegra skýringa á þessari uppákomu, þ.e. að Reykjaví­k væri sóðaleg borg og að lí­klega hefði mávur á flugi misst mæjónesbrauðið í­ stéttina.

Sjálfur varpaði ég fram þeirri tilgátu að um einstaklingsbundna skýringu gæti verið að ræða, þ.e. að það sé eitthvað í­ fari Egils Helgasonar sem fái annað fólk til að vilja henda rækjusamlokum í­ hausinn á honum.

Þessi skýring mí­n virðist nú æ sennilegri í­ ljósi frásagnar Gí­sla Marteins. Svo virðist sem snyrtilegur karlmaður á miðjum aldri hafist við í­ nágrenni Tjarnarinnar, vopnaður rækjusamlokum og kasti þeim í­ valda einstaklinga.

Megi rækjusamlokuverpillinn grýta Moggabloggið.

Join the Conversation

No comments

  1. Þessi samlokuverpill er augljóslega góður maður. Menn eins og Gí­sli, Egill og írni sjá hins vegar ekki mun á samfélaginu og eigin persónu.

    Hins vegar ætti að fara í­ rannsóknarvinnu til að finna verpilinn. Hægt er að ganga út frá því­ að viðkomandi borði rækjusamlokur í­ grí­ð og erg og helst vilji hann vera við þá iðju við tjörnina. Mundi maður nú vakta tjörnina og ræða við alla rækjusamlokuétandi menn – ef maður væri ekki hræddur við að fá eina slí­ka í­ hausinn.

  2. Ég hafði lí­ka gaman af undrun Gí­sla yfir hátterni manns sem hann sagði ,,vel klæddan og á góðum bí­l“. S.s. ekki hinn dæmigerði mengunarvaldur að mati GMB?

  3. Takk fyrir bloggið þitt, ég skemmti mér ávallt hið besta við lestur þess, rækjusamlokur já hann talaði mikið um þessa rækjusamloku í­ útvarpinu, merkilegt.

  4. Enginn sómakær miðborgarbúi með safnhaug í­ bakgarðinum myndi ganga svona um „nærumhverfi“ sitt. Eins grunar mig sterklega að tilbúnar samlokur seljist best í­ úthverfunum og á landsbyggðinni. Liggur það þess vegna ekki í­ augum úti að bolurinn gerir það sér nú til skemmtunar að halda niður í­ 101 og grýta miðbæjarrotturnar? Sem væntanlega grí­pa til vopna fljótlega og fylkja liði í­ efri póstnúmerin til að henda baguettes, crossants og sojalatté í­ pöpulinn. Seint verður rotta lamb til að leika við.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *