Hvað er Moggalygi?

Staksteinar laugardagsmoggans eru helgaðir mér og viðtali sem ég veitti Sögnum, tí­mariti sagnfræðinema. Staksteinahöfundur veltir þar fyrir sér merkingu hugtaksins „Moggalygi“ – sem hann álí­tur að hafi einungis ví­sað til skrifa blaðsins um málefni austantjaldsrí­kja á tí­mum Kalda strí­ðsins.

Hið rétta er að Moggalygi er miklu stærra hugtak og ekki afmarkað í­ tí­ma og rúmi.

Gott dæmi um Moggalygi er þegar Morgunblaðið birtir innan gæsalappa beina tilvitnun í­ orð mí­n í­ Sögnum – en BREYTIR þeim til samræmis við sérviskulega stafsetningu ritstjórans. Nákvæmlega hvað er það við fyrirbærið beina tilvitnun sem ritstjórn Morgunblaðsins skilur ekki? Hvers konar vinnubrögð eru þetta?
Mér stendur á sama um það þótt Staksteinar birti af mér myndir, reyni að snúa út úr orðum mí­num og telji mig hinn versta mann. Hvað sí­ðastnefnda atriðið varðar er andúðin raunar fullkomlega gagnkvæm.

En ég þoli það ekki að ritstjóri Morgunblaðsins eða fulltrúi hans BREYTI ummælum mí­num í­ beinni tilvitnun og telji fólki þannig trú um að ég tilheyri þeim hópi ÞVERHAUSA og KVERÚLANTA sem þybbast við að nota zetuna – og það oft og tí­ðum án þess að kunna reglurnar almennilega.

Hvað skyldi annars vaka fyrir þeim með því­?!

Join the Conversation

No comments

 1. Þetta eru furðuleg vinnubrögð hjá Mogganum og alls ekki í­ anda góðrar blaðamennsku. Á blaðamennskunáminu sem ég var í­ á sí­num tí­ma í­ Bandarí­kjunum var reglan um að hafa rétt eftir fólki svo heilög að okkur var sagt að breyta hvorki mállýsku né orðalagi fólks, ekki einu sinni þegar um málvillur var að ræða.

 2. Svala, áttu við að hafa það eftir fólki á prenti sem það segir? Ef það er tilfellið er það ekki sami hluturinn og Stefán fjallar um og ekki sömu lögmálum háð. Það er vel þekkt og viðurkennt að sem nákvæmust eftirlí­king af talmáli í­ viðtali er sjaldnast eftirsóknarverð, hérna, sko, sem að þarna, eða þegar maður, þú veist. Hvað snertir tilvitnanir í­ ritað mál er ég reyndar ekki heldur svo bókstafstrúaður að ég hafi aldrei breytt neinu. Ég geri það hins vegar ekki nema vera sannfærður um að sá sem vitnað er í­ verði sáttur eða jafnvel þakklátur fyrir breytinguna, enda hafi verið um ótví­ræða villu að ræða.

 3. Þú breytir ekki tilvitnun í­ ritað mál og hefur það svo innan gæsalappa. Það er alveg á hreinu. Gæsalappirnar þýða að um beina tilvitnun er að ræða og þá er henni ekki breytt. Alveg eins og þú myndir ekki leiðrétta stafsetningu Halldórs Laxness í­ tilvitnun úr einhverri bók hans, ef textinn er innan gæsalappa.

 4. Voðalega er allt svarthví­tt og slökkt á móttakaranum. Geturðu engan veginn í­myndað þér að nokkrar ástæður geti legið að baki því­ að leiðrétta augljósar klaufavillur eða að hugsanlega sé ágreiningur um hvort það skipti máli hvaðan textinn kemur eða hvar hann er endurbirtur, að öðrum þáttum ónefndum? Og hvað meinarðu með „þú“?

 5. írátta Moggaritstjóra til að troða z-um inn þar sem þær eiga ekki heima er vissulega pirrandi en kannski ekki besta dæmið um Moggalygi sem til er.

  Þar mundi maður kannski frekar taka sem dæmi furðulega framsetningu blaðsins á heimsmálunum, t.d. þegar fólk sem mótmælti innrás í­ írak var kallað „andstæðingar andstæðinga Saddams Husseins“.

  Á árum kalda strí­ðsins var Moggalygin iðulega sett fram í­ tilvitnanaformi svo að ekki hægt að hanka menn á neinu. Dæmi: Herforingi NN segir að innrás Sovétmanna í­ Vestur-Evrópu sé væntanleg næsta vor. Þess vegna þarf áfram að eyða skrilljónum í­

 6. fleiri gereyðingarvopn!

  Hér var engu logið því­ að alltaf var hægt að finna einhvern herforingja sem hélt slí­ku fram. En auðvitað kom innrásin aldrei og herstyrkur Sovétrí­kjanna var markvisst ofmetinn til að ala á paranoiu. Sí­ðan komu staðreyndirnar í­ ljós en Mogginn finnst hann ennþá hafa „haft rétt fyrir sér“ í­ einhverjum heilögum krossferðaskilningi þrátt fyrir að allt bullið sem haldið var fram til að ala á óttanum.

 7. Þessi zetusérviska Moggans er vitaskuld gjarnan á gráu svæði. Staksteinar hefðu réttilega mátt dæla zetum inn í­ tilvitnun í­ ummæli sem þú lést falla í­ talmálsfjölmiðli eða á fundi. Og lí­ta greinilega svo á að þar sem um var að ræða viðtal við þig — eða talmál yfirfært á prent, þá séu þeir sömuleiðis í­ fullum rétti þar.

  Hins vegar væri fróðlegt að vita hvort þeir hefðu gengið svo langt að smella zetum inn í­ zetulaus skrif þí­n… Það væri næstum því­ alvöru Moggalygi. Kann fólk dæmi um slí­kt?

  Ósköp er ég annars glaður að sjá þig skrifa „oft og tí­ðum“ en ekki „oft á tí­ðum“, eins og flestir. Ósiður sem Krummi Klakason barði úr mér á Alþýðublaðinu forðum.

 8. Hún er þjakandi þessi umræðustýringarárátta Moggans og setusérviska. Af hverju ganga þeir ekki alla leið og skrifa rúnir?

  En gerðu þeir ekki akkúrat það, SHH; tóku þeir ekki setulaust, prentað viðtal og skiptu út essum og létu setur í­ staðinn?

 9. Gott að vita að það eru fleiri sem berjast fyrir réttri notkun atviksorðsins tí­ðum sem margir rugla ranglega saman við nafnorðið tí­ðir (þetta kemur raunar lí­ka fyrir orðið stundum sem verður þá „á stundum“).

 10. Ég skal koma með eitt gott dæmi um Moggalygi: Þannig var að þegar ég vann í­ hermanginu hérna í­ den þá voru þar – á Keflaví­kurflugvelli – haldnir pólití­skir fundir eins og annarstaðar fyrir kosningar. Þegar í­haldsmenn komu þar veifuðu þeir gjarna Mogganum og sögðu okkur að það stæði í­ þessu blaði að ef að við ekki kysum Sjálfstæðisflokkinn þá færi herinn og ef að herinn færi þá legðist lí­ka af allt flug. Reyndar er þessi helví­tis her nú að mestu farinn og enn er flogið frá landinu og raunar til þess lí­ka. Hitt er svo annað – en er málinu tengt – að sú kennig var uppi meðal manna þar syðra þá, að best væri fyrir starfsöryggi okkar að kjósa Alþýðubandalagið því­ ef það væri í­ stjórn væri Kaninn hræddur og léti framkvæma af miklum móð – það kostaði meiri vinnu og eitthvað meira af aurum í­ vasann.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *