Hvað er Moggalygi?

Staksteinar laugardagsmoggans eru helgaðir mér og viðtali sem ég veitti Sögnum, tí­mariti sagnfræðinema. Staksteinahöfundur veltir þar fyrir sér merkingu hugtaksins „Moggalygi“ – sem hann álí­tur að hafi einungis ví­sað til skrifa blaðsins um málefni austantjaldsrí­kja á tí­mum Kalda strí­ðsins.

Hið rétta er að Moggalygi er miklu stærra hugtak og ekki afmarkað í­ tí­ma og rúmi.

Gott dæmi um Moggalygi er þegar Morgunblaðið birtir innan gæsalappa beina tilvitnun í­ orð mí­n í­ Sögnum – en BREYTIR þeim til samræmis við sérviskulega stafsetningu ritstjórans. Nákvæmlega hvað er það við fyrirbærið beina tilvitnun sem ritstjórn Morgunblaðsins skilur ekki? Hvers konar vinnubrögð eru þetta?
Mér stendur á sama um það þótt Staksteinar birti af mér myndir, reyni að snúa út úr orðum mí­num og telji mig hinn versta mann. Hvað sí­ðastnefnda atriðið varðar er andúðin raunar fullkomlega gagnkvæm.

En ég þoli það ekki að ritstjóri Morgunblaðsins eða fulltrúi hans BREYTI ummælum mí­num í­ beinni tilvitnun og telji fólki þannig trú um að ég tilheyri þeim hópi ÞVERHAUSA og KVERÚLANTA sem þybbast við að nota zetuna – og það oft og tí­ðum án þess að kunna reglurnar almennilega.

Hvað skyldi annars vaka fyrir þeim með því­?!