Á kvöld ætlaði ég að skrifa mergjaða skammarfærslu hér á bloggið. Mér datt efnið í hug í morgun og var að bræða þetta með mér frameftir degi. Held að þetta hefði bara orðið helvíti fín færsla. En svo mætti ég á Laugardalsvöllinn og sá FRAM sigra Fylki, 3:1. Og skyndilega langaði mig ekkert til að …
Monthly Archives: júní 2007
Hjálp!
Mér skilst að flestir skoði þessa síðu á mánudögum. Þetta er því tilvalinn tími til að setja inn hjálparbeiðni. Ég er að vinna að verkefni sem tengist sögu FRAM, sem verður hundrað ára á næsta ári. Þetta þýðir að ég er að viða að mér upplýsingum um ALLT sem tengist sögu félagsins. Myndir, frásagnir, ábendingar …
Föstudagsgátan
Fyrir mörgum árum var til á heimili foreldra minna bók sem ég taldi – ranglega þó – að héti Pulsan er ónýt. Misskilningurinn skýrðist af frekar klunnalegri hönnun á bókakápunni. ítta lesendur sig á því hvaða bók hér um ræðir? Megi Moggabloggið fá ónýta pulsu.
Kjörbúðin
Fyrir mörgum árum vorum við Maggi Frelsiskartafla ráðnir til að sjá um ýmsa heildaöflun fyrir sjónvarpsþætti um sögu SíS, sem síðar voru sýndir á Stöð 2. Þetta voru þrír þættir – tveir um upphaf og velmektarár Sambandsins og sá þriðji um endalokin, en við komum sáralítið að þeim hluta. Við Maggi náðum ágætlega saman í …
Rangt hús
Góðu fréttirnar: Á gær var sagt frá því að til standi að rífa Morgunblaðshöllina. Vondu fréttirnar: Þetta reyndist vera Morgunblaðshöllin í Kringlunni – ekki þeirri við Aðalstrætið, sem er hiklaust eitt af fimm verstu byggingarslysum Reykjavíkur. Megi Moggabloggið lenda undir ýtunum…
Aldraðir æringjar
Brunuðum eftir vinnu í gær uppí Borgarnes og heimsóttum ömmu á elliheimilið þar. Gamla konan hefur verið í hvíldarinnlögn upp á síðkastið og unir hag sínum vel. Ólína bræddi gamla fólkið og hafði lítið fyrir því. Tveggja ára stelpa að skottast um ganganna er toppurinn á tilverunni hjá vistfólkinu. Sem aftur leiðir hugann að því …
Taktík
Á dag birtist einn af íslensku vorboðunum á forsíðu Blaðsins. Það var Ólafur Páll Sigurðsson umhverfisverndarsinni sem enn á ný boðar gríðarfjölmenn mótmæli gegn stóriðjustefnunni hér á landi. Að venju er bæði staðsetning og fyrirkomulag mótmælanna leyndarmál að svo komnu máli. Við Ólafur Páll erum kinka-kolli-kunnugir og höfðum einu sinni samstarf um að flytja hingað …
Mánudagsþraut
Þá er komið að hinni sívinsælu tengiþraut. Spurt er um stað í veröldinni. Honum eða nafni hans tengjast: i) Formaður í breskum stjórnmálaflokki, sem lést í umferðaróhappi árið 2002. ii) Tónlistarmaðurinn Cat Stevens iii) Agent XXX iv) Rudyard Kipling v) Eugene Franklin Skinner Nóg er að nefna hinn umbeðna stað – en megatöffarar myndu líka útskýra tengslin…
Af manndrápum
Á útvarpsfréttunum er sagt frá því að byssumaður utan af landi verði líklega kærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa skotið á konuna sína. Þetta hljómar skringilega. Nú er ég fjarri því að vera lögfræðingur – hvað þá sérfræðingur á sviði refsiréttar – en samkvæmt minni máltilfinningu heiti það morð eða morðtilræði ef maður …
Skúbb: Nördarnir koma ekki!
Það er víst í tísku hjá bloggurum um þessar mundir að „skúbba“ fréttum og hlakka svo yfir því þegar hinar hefðbundnu fréttastofur þurfa að lepja þær upp nokkrum klukkutímum síðar. Ekki get ég verið minni maður – og hér kemur stóra skúbbið: Sænska nördafótboltaliðið kemur ekki til landsins! Það verður því ekkert úr nörda-landsleiknum á …