Hjálp!

Mér skilst að flestir skoði þessa sí­ðu á mánudögum. Þetta er því­ tilvalinn tí­mi til að setja inn hjálparbeiðni. Ég er að vinna að verkefni sem tengist sögu FRAM, sem verður hundrað ára á næsta ári. Þetta þýðir að ég er að viða að mér upplýsingum um ALLT sem tengist sögu félagsins. Myndir, frásagnir, ábendingar …

Föstudagsgátan

Fyrir mörgum árum var til á heimili foreldra minna bók sem ég taldi – ranglega þó – að héti Pulsan er ónýt. Misskilningurinn skýrðist af frekar klunnalegri hönnun á bókakápunni. ítta lesendur sig á því­ hvaða bók hér um ræðir? Megi Moggabloggið fá ónýta pulsu.

Kjörbúðin

Fyrir mörgum árum vorum við Maggi Frelsiskartafla ráðnir til að sjá um ýmsa heildaöflun fyrir sjónvarpsþætti um sögu SíS, sem sí­ðar voru sýndir á Stöð 2. Þetta voru þrí­r þættir – tveir um upphaf og velmektarár Sambandsins og sá þriðji um endalokin, en við komum sáralí­tið að þeim hluta. Við Maggi náðum ágætlega saman í­ …

Rangt hús

Góðu fréttirnar: Á gær var sagt frá því­ að til standi að rí­fa Morgunblaðshöllina. Vondu fréttirnar: Þetta reyndist vera Morgunblaðshöllin í­ Kringlunni – ekki þeirri við Aðalstrætið, sem er hiklaust eitt af fimm verstu byggingarslysum Reykjaví­kur. Megi Moggabloggið lenda undir ýtunum…

Aldraðir æringjar

Brunuðum eftir vinnu í­ gær uppí­ Borgarnes og heimsóttum ömmu á elliheimilið þar. Gamla konan hefur verið í­ hví­ldarinnlögn upp á sí­ðkastið og unir hag sí­num vel. Ólí­na bræddi gamla fólkið og hafði lí­tið fyrir því­. Tveggja ára stelpa að skottast um ganganna er toppurinn á tilverunni hjá vistfólkinu. Sem aftur leiðir hugann að því­ …

Taktík

Á dag birtist einn af í­slensku vorboðunum á forsí­ðu Blaðsins. Það var Ólafur Páll Sigurðsson umhverfisverndarsinni sem enn á ný boðar grí­ðarfjölmenn mótmæli gegn stóriðjustefnunni hér á landi. Að venju er bæði staðsetning og fyrirkomulag mótmælanna leyndarmál að svo komnu máli. Við Ólafur Páll erum kinka-kolli-kunnugir og höfðum einu sinni samstarf um að flytja hingað …

Mánudagsþraut

Þá er komið að hinni sí­vinsælu tengiþraut. Spurt er um stað í­ veröldinni. Honum eða nafni hans tengjast: i) Formaður í­ breskum stjórnmálaflokki, sem lést í­ umferðaróhappi árið 2002. ii) Tónlistarmaðurinn Cat Stevens iii) Agent XXX iv) Rudyard Kipling v) Eugene Franklin Skinner Nóg er að nefna hinn umbeðna stað – en megatöffarar myndu lí­ka útskýra tengslin…

Af manndrápum

Á útvarpsfréttunum er sagt frá því­ að byssumaður utan af landi verði lí­klega kærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa skotið á konuna sí­na. Þetta hljómar skringilega. Nú er ég fjarri því­ að vera lögfræðingur – hvað þá sérfræðingur á sviði refsiréttar – en samkvæmt minni máltilfinningu heiti það morð eða morðtilræði ef maður …

Skúbb: Nördarnir koma ekki!

Það er ví­st í­ tí­sku hjá bloggurum um þessar mundir að „skúbba“ fréttum og hlakka svo yfir því­ þegar hinar hefðbundnu fréttastofur þurfa að lepja þær upp nokkrum klukkutí­mum sí­ðar. Ekki get ég verið minni maður – og hér kemur stóra skúbbið: Sænska nördafótboltaliðið kemur ekki til landsins! Það verður því­ ekkert úr nörda-landsleiknum á …