Af hverju býður RÚV upp á tvö dauðyfli sem lýsendur á mikilvægum, spennandi handboltaleik? Það getur vel verið að þetta séu miklir handboltaspekingar – en á svona leik er best að hafa öskurapa sem lætur öllum illum látum þegar okkar menn skora. Megi Moggabloggið anda að sér reykingarsybbunni úr þéttsetinni serbneskri íþróttahöll.
Monthly Archives: júní 2007
Baksýnisspegillinn
Kristján Möller samgönguráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að það „þýði ekkert að horfa í baksýnisspegilinn“. Þetta eru athyglisverð ummæli frá yfirmanni umferðaröryggismála í landinu. Ég hélt einmitt að baksýnisspegillinn væri eitthvert mikilvægasta öryggistækið og að hverjum ökumanni bæri að fylgjast vel með því sem gerist fyrir aftan hann… En ég hef svo sem aldrei …
Nouvelle Vague…
…er án efa eitthvert andstyggilegasta band sem fram hefur komið. Þessi hljómsveit virðist ástunda það eitt að taka ágætislög og breyta þeim í lyftutónlist. Það keyrir þó um þverbak þegar þau leyfa sér að hrófla við klassískum Dead Kennedys-lögum. Ljótt, ljótt sagði fuglinn! # # # # # # # # # # # # …
Læmingjar?
Vikan, 12. ágúst 1912: Ung sundkennslu-kona sænsk, varð vitskert alt í einu meðan hún var að kenna 30 stúlkum sund í sjó við Helsingjaborg í Svíþjóð. – Hún synti út í sjó og skoraði á stúlkurnar að fylgja sjer og synda alla leið til Helsingjaeyrar í Danmörku; þær gegndu því allar nema ein, er synti …
Gula hættan
Lögrétta, 16. júní 1915: …Það eru Kínverjar og Japanar, sem við er átt – gulu mennirnir. Hættan sem vestrænum þjóðum stafar af þeim, hefur verið nefnd „gula hættan“. Kínverjar eru þriðjungur allra íbúa jarðarinnar, eða um það bil. En þetta afskaplega þjóðarbákn hefur verið friðsamt, óáleitið við aðrar þjóðir, að öllum jafnaði. Ef þeir hefðu …
Vegtyllur
Merkilegt hvað tíminn flýgur. Núna er ár liðið frá því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur náðu völdum í Reykjavík. Meðal þess fyrsta sem nýi meirihlutinn framkvæmdi, var að skipta upp menntaráðinu og stofna sérstakt leikskólaráð. Þetta taldi minnihlutinn hina fáránlegustu ráðstöfun. Samfylkinginarfulltrúarnir voru í þeim hópi sem hafði hvað hæst – og héldu því fram að …
Kæruliðar
Jæja, í kvöldfréttum Sjónvarps í gær kom fram að Impregilo væri að íhuga að kæra konuna sem vogaði sér að gagnrýna fyrirtækið fyrir að mismuna starfsmönnum og slælega framgöngu í öryggismálum. Núna vísar fyrirtækið öllum ásökunum á bug og kallar rógburð – þótt raunar sé erfitt að sjá hvers vegna fyrrum starfsmenn ættu að gera …