Sumarfrí. Ekkert blogg. Ætla að reyna að fara sem minnst á netið yfirhöfuð. Næsta færsla eftir verslunarmannahelgi.
Monthly Archives: júlí 2007
Gjafir eru yður gefnar
Vef-Þjóðviljinn fjallar um þróunaraðstoð í pistli dagsins og þá einkum stuðning Bandaríkjanna við ríki þriðja heimsins. Þar segir: Bandaríkjamenn eru stundum gagnrýndir fyrir að vera ekki nógu gjafmildir en þegar gjafir þeirra eru bornar saman við gjafir annarra kemur annað í ljós. Bandaríska ríkið gefur að vísu „aðeins“ 0,22% af þjóðarframleiðslunni í þróunaraðstoð en eins …
Gróðapungar
Björgvin G. Sigurðsson tjáði sig í hádegisfréttunum um söluna á Hitaveitu Suðurnesja. Grípum niður í fréttina á vef RÚV: Ekki kemur til álita að mati Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra að einkafyrirtæki eigi meirihluta í orkufyrirtækjum sem selja raforku til almennings. Hann segir að vatns og rafmagnssala til almennings eigi ekki að vera ágóðastarfssemi. Hins vegar …
Ofstjórnun
Hlustaði á Stöðvar 2-fréttirnar í bílnum á leið heim úr búðinni. Össur Skarphéðinsson var í viðtali að ræða um ofstjórnunarþjóðfélagið Ísland. Kveikjan var sú að ráðherrann hafði heyrt frétt um veitingamann á Laugaveginum sem var skikkaður til að færa til borð sem hann hafði sett í óleyfi út á götu. Össur setti á mikla ræðu …
Frelsi til að lesa
Ég les Spiked í hverri viku og hef gert í nokkur ár. Eftir því sem árin líða verð ég stöðugt meira sammála pistlunum sem þar birtast (þótt hrokinn í sumum höfundunum sé hvimleiður). Nokkrar skýringar eru mögulegar á þessu. Líklega er ég að verða meiri anarkisti með aldrinum en minni forræðishyggjukommi. Önnur skýring er sú …
Álftirnar
Stöð tvö flytur frétt af því að álftaparið sem haldið hefur til í lóninu fyrir ofan írbæjarstíflu hafi ekki sést í sumar. Enginn veit hvers vegna. Þegar líður á fréttina er látið að því liggja að þetta hljóti að tengjast pólskum eða litháískum farandverkamönnum… vegna þess að tja, Pólverjar éti svani? Þessi frétt er á …
Meira pönk
Hvað er til ráða þegar liðið manns tapar fyrir Hafnarfjarðarhaukum í fótbolta? Jú, það er hægt að dreifa huganum með því að hlusta á reffilegt menntaskólapönk. Love Your Money með Daisy Chainsaw. Síðasta vínilplatan sem ég keypti mér var einmitt með þessu lagi árið 1991 eða 92. Þetta var mikið spilað þá um veturinn. Daisy …
Dráp
Jæja, þá hafa Sameinuðu þjóðirnar staðfest að við í NATO erum að drepa fleiri almenna borgara en Talibanarnir í stríðinu í Afganistan. Þessar upplýsingar munu tæplega valda íslenskum NATO-sinnum miklu hugarangri, enda telst það víst hræðileg menningarleg afstæðishyggja að fetta fingur út í dráp okkar á fólki í þriðja heiminum. NATO-ríkin Ísland og Tyrkland vilja bæði komast …
Seðlar
Sverrir er staddur í Skotlandi og undrar sig á gjaldmiðlinum þar. Hann segir: Skotar hafa eigin peninga sem munu vera jafngildir hinum ensku, en myntin er eins. Þetta er stutt færsla, en inniheldur þó tvær villur. Hið rétta er að í Bretlandi er rétturinn til seðlaprentunar í Bretlandi ekki bundinn við einn Seðlabanka. Almennir viðskiptabankar geta …
Kjarkur
Við í famelíunni á Mánagötunni teljumst heiðingjar samkvæmt Þjóðskrá. Það þýðir að við beygjum okkur ekki undir þrælasiðferðið sem Kristlingarnir boða, þvert á móti erum við vinir vina okkar og óvinir óvina okkar. Markmiðið er að ala heimasætuna upp í þessum anda. Nú skal viðurkennt að Ólína er ekki kjarkaðasta barnið sem sögur fara af. …