Það hljómar alltaf jafnskringilega þegar George W. Bush talar um kjarnorkuvopn og segir orðið „nuclear“ – og ber það fram „njú-kú-le-ar“ en ekki „njúkler“. Þetta er oft haft til sannindamerkis um að forsetinn sé málhaltur fáviti. Hið rétta í málinu er víst að „njú-kú-le-ar“ mun vera fullgildur framburður á orðinu – og jafnvel ríkjandi framburður …
Monthly Archives: ágúst 2007
Samviskuspurningin
Samviskuspurning vikunnar er einföld: Hvort er ömurlegra að – i) vilja vera hinn nýi Jakob F. ísgeirsson… eða ii) að takast ekki einu sinni að vera það?
Vatnsveitinga-mylna
Rakst á stórmerkilega klausu í fágætu blaði, Tímanum frá 6. júlí 1872 á Tímaritavefnum frábæra. Þar er rætt um vatnsveitingamyllu Magnúsar Jónssonar í Bráðræði, „er hann hefir keypt sjer fyrir 50 rd. (eða rúmt gripverð)“. Vélin er sögð einföld og á færi íslenskra smiða að búa til: …það er hægt að flytja hana út einum …
KKK og sjálfshjálparbækurnar
Ég hef áður hrósað bók Rons Jonsons: Them – Adventures with extremists. Þetta er einhver fyndnasta bók sem ég hef lesið – amk. fyndnasta bók sem ég hef lesið um fólk sem aðhyllist samsæriskenningar (sem vissulega þrengir hringinn nokkuð). Á gær rifjaði ég upp einn besta kaflann í bókinni, þar sem höfundur lýsir fundi sínum …
Sko til!
Úrslit kvöldsins komu gleðilega á óvart. Sunderland stillti upp nokkuð sterku liði, 7 byrjunarmenn sem léku í síðasta deildarleik smkv. einhverri heimild, engu að síður rúlluðum við þeim upp – 3:0. Bell skoraði fyrsta markið (sem var ekki alveg nógu gott þar sem vitað er að Sunderland hefur áhuga á að kaupa hann). Gamlinginn Furlong …
Húsbrotsmenn
Á þessum rituðum orðum er lögreglubíll fyrir utan húsið. Fyrir tíu mínútum síðan heyrðust köll og brothljóð. Eitthvert rustamennið hefur séð ástæðu til að kasta grjóti inn um kjallararúðu í húsinu skáhallt á móti. Hópur fólks hefur safnast saman í kringum lögguna, sem veifar vasaljósum í kringum sig. Þar sem ég hef horft á ótal …
Darfur
„Af hverju erum við ekki fyrir löngu farin af stað?“ – spyr gamall félagi úr VG, Grímur Atlason, á blogginu sínu. Spurningin vísar til þess hvers vegna vesturlönd séu ekki fyrir löngu búin að senda herlið til Súdan að koma í veg fyrir átök í Darfur-héraði. Kveikjan að stuttri færslu Gríms (sem fjallar þó að …
Góð fótboltahelgi
FRAM lyfti sér úr botnsætinu með stórsigri á HK og Luton rúllaði yfir Gillingham, 3:1. Það er varla hægt að biðja um það betra. Næstu leikir eru svo Fram – Keflavík á fimmtudagskvöld og Luton – Sunderland á þriðjudag í deildarbikarnum. Ætli Roy Keane sendi ekki varaliðið í leikinn?
Næstmestselda bók í heimi
Egill Helgason veltir fyrir sér uppruna orðsins „pappírskilja“ og varpar fram skemmtilegri upprunaskýringu. Ég sló inn orðinu „kiljur“ í orðaleitinni á Moggavefnum og það stendur heima að nafnið er kynnt til sögunnar sem nýyrði þann 7. júní 1969. Á þeirri grein er velt upp ýmsum álitamálum varðandi fjöldaframleiðslu á bókum af þessu tagi – hvort …
Fréttamat
Ég hef látið plata mig til að sjá um spurningakeppni milli deilda innan Orkuveitunnar, sem til stendur að halda á nokkrum kvöldstundum í vetur. Ég geri fastlega ráð fyrir að um þessa keppni verði fjallað sérstaklega í kvöldfréttum sjónvarps með viðtölum við getspaka Orkuveitustarfsmenn og stuttu spjalli við Guðmund Þóroddsson forstjóra um hversu mikilvægar svona …