Ég lofaði í gær að birta lista yfir bestu leikmenn íslenskrar knattspyrnusögu. Var að velta því fyrir mér að velja leikmenn af báðum kynjum, en gafst svo eiginlega upp á því – samanburðurinn yrði of flókinn. Ætli t.d. ísta B. Þorsteinsdóttir yrði ekki ofarlega á blaði.
Listinn nær því aðeins yfir knattspyrnukarla:
6. sæti. Friðþjófur Thorsteinsson – besti leikmaðurinn á fyrstu árum Íslandsmótsins í knattspyrnu. 12 mörk hans í þremur leikjum á Íslandsmótinu 1918 er einstakt afrek. Var sömuleiðis lykilmaður í frægum sigri Íslendinga á danska meistaraliðinu AB.
5. sæti. Eiður Smári Guðjohnsen – enskur meistari með Chelsea.
4. sæti. Ríkharður Jónsson – einn fárra manna í heiminum sem hafa náð að vera spilandi landsliðsþjálfari. Naut geysilegrar virðingar sem leikmaður hér heima og mörkin fjögur gegn Svíum benda til að hann hefði getað náð langt erlendis.
3. sæti. ísgeir Sigurvinsson – Þýskalandsmeistari með Stuttgart og hefur fengið fádæma góð eftirmæli frá gömlum félögum.
2. sæti. Albert Guðmundsson – ótrúlegur ferill í sterkustu deildum Evrópu, sem reyndar voru ekki enn búnar að jafna sig eftir heimsstyrjöldina. Sneri e.t.v. aðeins of snemma heim úr atvinnumennsku.
1. sæti. Samúel Thorsteinsson – einn besti knattspyrnumaður í Danmörku og leikmaður besta liðsins þar í landi á tímum þegar Danir voru ein af þremur bestu knattspyrnuþjóðum heims. Fyrsta íslenska stórstjarnan meðan á ítalíudvöl hans stóð.
Q.E.D.
# # # # # # # # # # # # #
Luton tekur á móti Sunderland í 2.umferð deildarbikarsins. Súr dráttur.
# # # # # # # # # # # # #
Svals og Vals-teiknimyndasafn heimilisins er nánast fullkomnað eftir góða heimsókn í safnarabúðina hjá Ráðhúsinu. Hafði sömuleiðis Lukku Láka-klassíkina Rex og pex í Mexíkó upp úr krafsinu. Hvað segir komminn íki?