Eins og flestir dyggir Skotlandsvinir er mér meinilla við enska landsliðið í fótbolta. Þegar sá sænski þrjótur Sven-Göran Eriksson var landsliðsþjálfari Englendinga hataði ég hann eins og pestina og því meira eftir því sem hann var vinsælli í Englandi.
Undir lok þjálfaratíðar sinnar van Sven-Göran Eriksson hins vegar orðinn einhver hataðasti maður í Englandi og ég fór strax að kunna betur við hann. Þegar fréttist af ráðningu hans til Manchester City hófu enskar boltabullur að þylja bölbænir og lesa mátti lærðar greinar um hvað þetta ævintýri væri dæmt til að floppa.
Ég hef aldrei haft neinar taugar til Man. City – en mér finnst stórskemmtilegt að liðið sé núna á toppnum.
# # # # # # # # # # # # # #
Á Kolportinu í dag rakst ég á og keypti allar fjórar bækurnar um íróru í blokk X eftir Önnu Cath. Vestley. Þetta eru fínar norskar sósíal-realískar barnabækur sem voru lesnar fyrir mig í æsku. Það verður gaman að rifja þær upp með Ólínu á næstu misserum.
íróra var mun svalari en Óli Alexander fíli-bomm-bomm-bomm – samt varð hann miklu frægari. Enn eitt dæmi um þöggun helvítis feðraveldisins?
# # # # # # # # # # # # #
Er að horfa á leik Real Madrid og Sevilla á Sýn+. Fimm marka fyrri hálfleikur. Sevilla er með hörkulið.