Róttæklingaröltið tókst frábærlega. Þátttakendurnir voru á bilinu 50 og 60, sem er viðráðanlegt en þó algjört hámark í sögugöngu. Ég hef lent í því í vinnunni að taka 100 manna hópa í svona göngur og það er einfaldlega of mikið. Ætli hin fullkomna tala sé ekki 40?
Á lok göngunnar bættist nýr félagi á félagaskránna hjá okkur í SHA. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að viðkomandi er fyrrum stjórnarmaður í Varðbergi.
Ég veit um fólk sem hefur byrjað í Sjálfstæðisflokknum en endað í VG eða Alþýðubandalaginu og öfugt – en eru það í raun ekki mesta pólitíska umpólun sem hugsast getur að fara úr Varðbergi í SHA?
# # # # # # # # # # # # #
Tap gegn Swindon á útivelli í dag. Adam var ekki lengi í paradís.