Fréttamat

Ég hef látið plata mig til að sjá um spurningakeppni milli deilda innan Orkuveitunnar, sem til stendur að halda á nokkrum kvöldstundum í­ vetur. Ég geri fastlega ráð fyrir að um þessa keppni verði fjallað sérstaklega í­ kvöldfréttum sjónvarps með viðtölum við getspaka Orkuveitustarfsmenn og stuttu spjalli við Guðmund Þóroddsson forstjóra um hversu mikilvægar svona samkomur séu fyrir starfsandann í­ fyrirtækinu.…eða ekki…Nei, auðvitað dettur engum fréttamanni í­ hug að búa til frétt um vinnustaðaruppákomu á vegum starfsmannafélags. Meira að segja Magnús Hlynur myndi ekki flytja slí­kar fréttir úr sinni heimasveit… Hvernig yrðu lí­ka fréttatí­marnir ef í­ sí­fellu væri sagt frá kökubasar starfsfólks HB-Granda, jólaföndri kennarafélags Austurbæjarskóla eða skokkklúbbi þjónustufulltrúanna hjá Byr?Þó gilda sérstakar reglur um eitt í­slenskt stórfyrirtæki. Það er Fjarðaál á Reyðarfirði. Þaðan koma reglulega smellnar fréttir af því­ hvað vinnumórallinn sé góður og margt sniðugt brallað hjá starfsmannafélaginu. Ekki veit ég hversu margar fréttir voru fluttar af því­ að til stæði að stofna hljómsveit starfsmanna eða að lýst væri eftir trommuleikara. (Fyrir nokkrum misserum var riggað upp þremur hljómsveitum innan Orkuveitunnar í­ tengslum við einhverja árshátí­ð eða skemmtun.)Á gær var svo löng frétt í­ aðalfréttatí­ma Sjónvarpsins um að starfsmenn Fjarðaáls æfðu saman fótbolta og hefðu sent lið inn í­ firmakeppni Austurlands en tapað öllum sex leikjunum sí­num. Litið var inn á æfingu og fyrirliðinn tekinn tali.Eru menn ekki að grí­nast?Er enginn yfirmaður á fréttastofu Sjónvarpsins sem gerir sér grein fyrir því­ hvað eip-fréttir á borð við þessa grafa undan orðspori hennar? Ég ætlast ekki til að fréttaritarinn fyrir austan átti sig á þessu, en hvað með vaktstjóra eða bara einhvern annan? Ég trúi því­ ekki að fréttaþulunum þyki þægilegt að sitja undir svona fréttum…

Join the Conversation

No comments

  1. Sammála, þulunum finnst eflaust ekki skemmtilegt að sitja undir þessu. Þeir fyllast eflaust söknuði yfir því­ að ekki sé verið að fjalla um árshátí­ð eða í­þróttamót fjölmiðlamanna!

  2. Þar var þér rétt lí­st. Ekki má koma jákvæð frétt um hina mögnuðu uppbyggingu fyrir austan sem þið kommarnir voruð allir á móti þá ertu farinn að kvarta. Var einhver að neyða þig til að horfa á fréttina? Gastu ekki bara skipt um stöð, eða er kannski enn rí­kiseinokun á fjölmiðlum í­ sálartetri þí­nu?

    Ég vil fá fleiri fréttir af góðum vinnumóral. Það erum við sem borgum brúsann af þessu stórkostlega ævintýri fyrir austan og það er lágmarkskrafa að við fáum að fylgjast með því­ að það sé góður mórall hjá starfsfólkinu. Þið náttúruhippakommarnir sjáið kannski minna eftir landinu sem fór undir vatn þegar þið sjáið glaða drengi í­ heilbrigðum í­þróttum.

  3. Var ekki sama fólkið í­ öllum þessum hljómsveitum hjá Orkuveitunni? Allavega man ég ekki eftir nema einni hljómsveit, en veit ekki hvort hún hafi heitað þremur nöfnum.
    Ég hefi ekkert heyrt um umrædda spurningakeppni. Veit OR af henni?

  4. Þetta slær nú samt ekki fréttunum hans Magnúsar Hlyns við. Hann er reyndar ekkert með pólití­skar áróðursfréttir til að reyna að láta einhver álver lí­ta vel út (Var þetta kannski bara atvinnuauglysing? Vantar ennþá 30 menn til starfa þarna) Hins vegar getur örugglega enginn annar en Magnús gert langa sjónvarpsfrétt um það að „nú eru kartöflurnar í­ Þykkvabænum byrjaðar að vaxa“ eða eða „lí­tll drengur á Selfossi tekur að sér að fara út að ganga með hunda og rukkar fyrir það 100 krónur!“.

  5. Nú rétt í­ þessu var verið að tala við forstjóra Fjarðaáls í­ Svæðisútvarpi Austurlands um ráðningar hjá fyrirtækinu. RÚV á Austurlandi hefur löngum litið á sig sem PR fulltrúa fjórðungsins og fyrirtækja hér.

  6. Kannski er það mesti gallinn við þessar „góðu“ fréttir sem Rí­kissjónvarpið auglýsir svo mikið eftir, að þær eru ekki nógu miklar fréttir. Hér er auðvitað tækifæri fyrir þá sem vilja sjá aðra umfjöllun og einboðið að láta rigna ábendingum yfir RÚV um góðar fréttir.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *