Næstmestselda bók í heimi

Egill Helgason veltir fyrir sér uppruna orðsins „pappí­rskilja“ og varpar fram skemmtilegri upprunaskýringu. Ég sló inn orðinu „kiljur“ í­ orðaleitinni á Moggavefnum og það stendur heima að nafnið er kynnt til sögunnar sem nýyrði þann 7. júní­ 1969.

Á þeirri grein er velt upp ýmsum álitamálum varðandi fjöldaframleiðslu á bókum af þessu tagi – hvort það sé til marks um skrí­lvæðingu bókamarkaðarins eða frábær leið til að koma góðbókmenntum til fjöldans fyrir slikk.

Þarna er staðhæft að bók Thors Heyerdals um Kon-Tiki sé nú „mest selda bók í­ heimi næst Biblí­unni“. Það eru nú ófáar bækurnar sem hafa fengið þessa einkunn. Ætli maður gæti ekki búið til lista yfir amk. 10 bækur sem hafa í­ gegnum tí­ðina átt að standa undir þessu. (Á sama hátt og ófáir herir hafa verið sagðir þeir fjórðu stærstu í­ heimi.)

Auðvitað hlýtur einhver bók að vera sú næstsöluhæsta í­ heimi (þá að því­ gefnu að Biblí­an sé örugglega sú söluhæsta) en ég er nokkuð viss um að hr. Heyerdal hefur aldrei aldrei vermt það sæti.

Join the Conversation

No comments

  1. Þar sem ég er nýbúin að gera nafnaskrá við ævisögu Maós ætla ég að fullyrða að það sé Rauða kverið. Og örugglega sú sem seldist langhraðast. Ein á mann í­ Kí­na, sirkabát. Og Kí­nverjar eru helví­ti margir. (Og flestir þeirra voru nefndir á nafn í­ bókinni …)

  2. Já, Rauða kverið hljómar sannfærandi. Gæti verið að Biblí­an sé mest (ekki best) gefna bók í­ heimi? Eða fengu Kí­nverjar – læsir sem ólæsir – Kerið e.t.v. eins og við fáum Fréttablaðið?

    Brennið þið vitar!

  3. Heimsmetabók Guinness er sú höfundarréttarvarða bók sem mest hefur selst í­ heiminum. Á þeim útreikningum eru mismunandi útgáfur hennar reyndar teknar saman, þær eru ekki taldar sérstök verk.

Leave a comment

Skildu eftir svar við Nanna R Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *