Darfur

„Af hverju erum við ekki fyrir löngu farin af stað?“ – spyr gamall félagi úr VG, Grí­mur Atlason, á blogginu sí­nu. Spurningin ví­sar til þess hvers vegna vesturlönd séu ekki fyrir löngu búin að senda herlið til Súdan að koma í­ veg fyrir átök í­ Darfur-héraði. Kveikjan að stuttri færslu Grí­ms (sem fjallar þó að mestu um óréttmæti innrásarinnar í­ írak) er átakanleg grein eftir Miu Farrow í­ The Independent.

Grein leikkonunnar er sterk, en þó fjarri því­ einstök. Ég hef raunar ekki tölu á greinum af þessu tagi sem ég hef lesið. Mórallinn í­ þeim er yfirleitt sá sami: vonda Bush-stjórnin réðst inn í­ írak, þrátt fyrir að þeim mætti vera ljóst að vegna flókinnar sögu, þjóðernis- og menningarlegs bakgrunns í­búanna hlyti allt að fara í­ bál og brand – á sama tí­ma er strí­ð í­ Darfur sem er einfalt, auðskilið og létt verk að skakka leikinn. Af hverju erum við ekki fyrir löngu farin af stað?

Þannig eru ráðamenn í­ Bandarí­kjunum og Bretlandi skammaðir fyrir innrás í­ eitt land en fyrir aðgerðaleysi í­ málefnum annars lands.

Það er eitt og annað sem truflar mig varðandi þessa sögutúlkun. Samanburðurinn: írak=flókið, Súdan=einfalt – er afar ósannfærandi. Mahmood Mamdani skrifaði mjög áhugaverða grein í­ London Review of Books á dögunum, þar sem hann leggur einmitt áherslu á hversu margt sé lí­kt með írak og Darfur og gagnrýnir harðlega þá tilhneigingu vestrænna fjölmiðla að draga upp svarthví­ta mynd af Darfur og láta eins og sagar spili þar enga rullu. Mamdani virðist fyrsta flokks fræðimaður – en hann hefur vissulega ekki leikið í­ vinsælum kvikmyndum.

Brendan O´Neill, ritstjóri Spiked, notar grein Mamdanis sem eina helstu heimild sí­na í­ kjarnyrtum pistli: Darfur: Pornography for the chattering classes (af hverju kann maður ekki að semja svona töffaralegar fyrirsagnir?) Greinin er ágæt, en fatast þó flugið þegar kemur að þrefi um fjölda fallina í­ héraðinu.

Philip Cunliffe skrifaði svo áhugaverða grein á Spiked fyrr í­ þessum mánuði þar sem hann heldur því­ fram að afskipti SÞ gætu orðið til að hella olí­u á eld og að búið sé að skapa það pólití­ska ástand að aðskilnaðarsinnar í­ Darfur sjái sér hag í­ að óöldin magnist:

One African analyst described the background to the earlier 2005 peace negotiations: ‘Unlike many liberation movements in Africa, which had to depend on the people to build and plan with them, these rebels have too many willing regional and international actors indulging their delusions of grandeur.’

Sjá betur: grein Alex de Vaal í­ London Review of Books.

Og áður en menn byrja að rí­fast hér í­ athugasemdakerfinu – mórallinn með þessari færslu er ekki sá að þræta fyrir að ástandið sé slæmt í­ Darfur, heldur að draga í­ efa að vestræn í­hlutun sé lausnin og að taka upp hanskann fyrir Bush forseta – hér er ekki við hann að sakast, aldrei þessu vant!