Úrslit kvöldsins komu gleðilega á óvart. Sunderland stillti upp nokkuð sterku liði, 7 byrjunarmenn sem léku í síðasta deildarleik smkv. einhverri heimild, engu að síður rúlluðum við þeim upp – 3:0.
Bell skoraði fyrsta markið (sem var ekki alveg nógu gott þar sem vitað er að Sunderland hefur áhuga á að kaupa hann). Gamlinginn Furlong skoraði svo í tvígang, með þeim afleiðingum að sumir þeirra sem mest hafa bölvað honum eru orðnir nokkuð kindarlegir. – Kannski skelli ég tengli á svipmyndirnar þegar þær verða komnar á Youtube.
Nú reyna elstu menn að rifja upp hvenær við sigruðum síðast úrvalsdeildarlið – aðrir velta bara vöngum yfir því hverja við viljum fá í 32-liða úrslitunum. Liverpool eða Man. United á heimavelli væri passlegt – a.m.k. ágætislíkur á beinni útsendingu á Sýn…
# # # # # # # # # # # # #
Þessi finnska mynd um örlög kínversku fanganna í Guantanamo – sem kaninn viðurkenndi að hefði ekkert til saka unnið en kerfið neitaði samt að sleppa -Â er með hreinum ólíkindum. Það er eitthvað Kafka-legt við þetta.
# # # # # # # # # # # # #
Snillingarnir í Iðnskólanum löguðu bilaða Rafheima-kennslutækið sem er búið að valda mér áhyggjum frá því í maí. Fagna því allir góðir menn.