KKK og sjálfshjálparbækurnar

Ég hef áður hrósað bók Rons Jonsons: Them – Adventures with extremists. Þetta er einhver fyndnasta bók sem ég hef lesið – amk. fyndnasta bók sem ég hef lesið um fólk sem aðhyllist samsæriskenningar (sem vissulega þrengir hringinn nokkuð).

Á gær rifjaði ég upp einn besta kaflann í­ bókinni, þar sem höfundur lýsir fundi sí­num með þáverandi leiðtoga Ku Klux Klan, sem kepptist við að bæta í­mynd samtakanna með hjálp sjálfshjálparbóka – þar sem áhersla er lögð á að styrkja jákvætt hugarfar en draga úr neikvæðum málflutningi. Þannig var talsverð áhersla lögð á að félagsmenn mættu hvorki nota orgin negro eða nigger.

Þegar Ron Jonson skildi við Ku Klux Klan-mennina var óljóst hvernig hinum almenna félagsmanni myndi takast að tileinka sér hina jákvæðu hugmyndafræði leiðtogans, sem miðaðist greinilega að því­ að tryggja völd hví­ta kynstofnsins með því­ að breyta KKK í­ Rotary-klúbb. Ætli honum hafi ekki verið sparkað fljótlega? Það getur varla verið mikið fútt í­ að vera í­ kynþáttahatarasamtökum sem reyna að uppræta neikvæða strauma…