Vatnsveitinga-mylna

Rakst á stórmerkilega klausu í­ fágætu blaði, Tí­manum frá 6. júlí­ 1872 á Tí­maritavefnum frábæra. Þar er rætt um vatnsveitingamyllu Magnúsar Jónssonar í­ Bráðræði, „er hann hefir keypt sjer fyrir 50 rd. (eða rúmt gripverð)“. Vélin er sögð einföld og á færi í­slenskra smiða að búa til:

…það er hægt að flytja hana út einum stað í­ annan til áveitinga, og sje hún sett í­ læk, tjörn eða pitt, getur hún, þegar góður kaldi er, malað vatninu upp svo hátt, að undir vatnið má leggja stærra eða minna svæði eptir því­ sem til hagar með hallann.

Gaman væri að vita meira um þessa vatnsdælu sem hér er lýst. Ætli þetta hafi verið vatnshrútur eða annars konar apparat? Hvað ætli Lagnafréttir Moggans hafi um málið að segja?