Nuclear

Það hljómar alltaf jafnskringilega þegar George W. Bush talar um kjarnorkuvopn og segir orðið „nuclear“ – og ber það fram „njú-kú-le-ar“ en ekki „njúkler“. Þetta er oft haft til sannindamerkis um að forsetinn sé málhaltur fáviti.

Hið rétta í­ málinu er ví­st að „njú-kú-le-ar“ mun vera fullgildur framburður á orðinu – og jafnvel rí­kjandi framburður á mörgum stöðum.

Þetta höfum við aðdáendur Morrissey náttúrlega vitað lengi – enda þekkja allir lagið „Everyday is like Sunday“ (sem er lí­klega næstbesta lag sem Morrissey hefur sungið, Smiths-árin meðtalin).

Það er samt alltaf pí­nkulí­tið skrí­tið að hlusta á lagið og heyra goðið syngja: „Come Armageddon. Come on njú-kú-le-ar war…“

Join the Conversation

No comments

 1. Það er reyndar come, come – nuclear bomb, en ekki war. En dásamlegt lag og texti. Morrissey er reyndar ví­ða með sprengjuna á heilanum, t.d. í­ Ask: Because if it’s not love then it’s the bomb that will bring us together.

 2. Úr Wikipediu: U.S. Presidents Dwight D. Eisenhower, Jimmy Carter (who served as an officer on a United States Navy experimental nuclear submarine[3]), Bill Clinton, and George W. Bush have all used this pronunciation,[4][5][6] however Bush has become most closely associated with it due to his repeated use of it.

 3. Svona hljóðbreytingar eru nefndar metathesis.

  Orðið „iron“ er annað dæmi. Ég bar það alltaf fram á sjálfsagða mátann en var svo leiðréttur; hann reyndist vera argasta bárujárn. Réttur framburður er ví­st „iorn,“ með oið greinilega á undan errinu. Sí­ðan hef ég aldrei heyrt Bandarí­kjamann bera það fram öðruví­si en „iorn.“ Þá er það ví­st bara svoleiðis — og kannski verð ég einhvern tí­ma leiðréttur fyrir óhóflega skýran framburð á „nuclear.“

  Hvað þýðir annars að framburður sé „fullgildur?“ Kannski bara að hann sé orðinn svo algengur að það þætti hrokafullt að halda áfram að kalla hann vitlausan? Það virðist a.m.k. augljóst að „nucular“ og „iorn“ séu upprunnin sem klaufaskapur eða málleti en hafi sí­ðan orðið að hefð.

  „Rétt“ mál virðist skilgreinast af hefð frekar en af samkvæmni. Þannig telst t.d. „rétt“ að hafa nafn Silví­u Nóttar svona í­ eignarfalli, þótt maður upplifi það eins og opið beinbrot á málbeininu, væntanlega bara vegna þess að þeir sem fyrstir tóku upp á því­ að nefna dætur sí­nar Nóttir (ekki Nætur!) beygðu það þannig.

  (Þessu lí­tt tengt: sí­ðla árs 2003 hlaut stúlkubarn nafnið Kristel Nótt. Henni verður kannski oggulí­tið brugðið einhvern daginn í­ mannkynssögutí­ma.)

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *