Tengslin sem um er spurt tengjast háskólum umræddra borga.
Monthly Archives: ágúst 2007
Fimmtudagsgetraun
Nú er spurt: Hvaða Íslendingur tengir saman borgirnar: Óðinsvé, Aberdeen, Leeds, Björgvin og St. Pétursborg – og hvernig? (Athugið að þetta er tæmandi listi, svo tengingin sem um er spurt getur ekki náð til annarra borga.)
Þjóðin tryllist af gleði
Tímaritavefur Landsbókasafnsins er æði – en jafnframt eitt best varðveitta leyndarmálið í netheimum. Starfsmenn bókasafnsins keppast við að skanna inn blöð og tímarit, sem hægt er að leita í með öflugri orðaleitarvél. Gallinn er hins vegar að lítið sem ekkert er gert í að kynna nýjungarnar. Þannig uppgötvaði ég fyrir tilviljun um daginn að byrjað …
Salómonsdómur?
Jæja, Ríkið í Austurstræti er víst búið að taka niður bjórkælinn til að draga úr áfengisneyslu á Austurvelli að kröfu borgarstjóra. Ég spái því að þetta muni svínvirka og að næstu 9 mánuðina eða svo verði mun minna um að fólk flatmagi með öldósir á torgum úti en verið hefur síðustu 3 mánuðina. En hefði …
Niður með harðstjórann!
Eftir teiknimyndasöguinnkaupin um daginn á ég allar Svals og Vals-bækurnar sem út hafa komið á íslensku, nema eina – „Niður með harðstjórann!“ Það er góð bók og ég verð að eignast hana. Raunar langar mig líka í betur farin eintök af 3-4 bókum, en ætla þó að stilla mig. # # # # # # …
Páfinn og Flóaáveitan
Egill Helgason vísar í framhjáhlaupi í söguna af páfanum og Flóaáveitunni: Ein lífseigasta þjóðsaga á Íslandi er að sjálfur páfinn hafi spurt Guðbrand Jónsson prófessor um Flóaveituna – mestu skurði sem hafa verið grafnir á Íslandi. Önnur saga er að Flóaveitan sjáist frá tunglinu. Ég vissi nú ekki betur en að sagan af Flóaveituáhuga páfa …
Sagan (öll)
Tvö glanstímarit koma út á íslensku sem einvörðungu fjalla um alþýðlega sagnfræði. Ég gerðist strax í upphafi áskrifandi að Sögunni allri, sem Illugi Jökulsson ritstýrir. Nokkur eintök hafa komið út af henni og hefur blaðið alloft átt góða spretti. Hitt ritið hefur aðeins komið út einu sinni og nefnist Sagan. Það er mun þykkara en …
Vei þeim manni…
…sem fær lagið úr Músahúsi Mikka á heilann: Ja hér, ja hér – já, jahérna hér…
Hámarksvaldatími
Þegar fjölmiðlar á Vesturlöndum vilja hamra á því hvað þessi eða hinn forsetinn í e-u þriðja heims ríkinu sé mikill gerræðisseggur er oft dregið fram að viðkomandi ýmist ætli eða íhugi að biðja þingið um að breyta lögum um hámarksvaldatíma þjóðhöfðingja svo hann geti boðið sig fram eina ferðina enn. Ég skil mætavel að Bandaríkjamönnum …
Glámur hinn sænski
Eins og flestir dyggir Skotlandsvinir er mér meinilla við enska landsliðið í fótbolta. Þegar sá sænski þrjótur Sven-Göran Eriksson var landsliðsþjálfari Englendinga hataði ég hann eins og pestina og því meira eftir því sem hann var vinsælli í Englandi. Undir lok þjálfaratíðar sinnar van Sven-Göran Eriksson hins vegar orðinn einhver hataðasti maður í Englandi og …