Kvæntur

Sko til, þetta gátum við! Kvöld nokkurt sí­ðasta vetur, þegar við vorum að vaska upp leirtauið, spurði Steinunn hvort við ættum ekki bara að drí­fa í­ að gifta okkur? Ég játti því­ og svo héldum við áfram að vaska upp og sinna gestum. Um mitt sumar negldum við niður daginn. Pöntuðum félagsheimili Orkuveitunnar í­ Elliðaárdal …

Grunngildi

Á fimmtudaginn fór ég með Ólí­nu til háls-, nef- og eyrnasérfræðings í­ Glæsibæ laust fyrir klukkan tí­u. Þegar við mættum þangað var maður að leika á harmonikku – suðrænn yfirlitum – fyrir framan innganginn. Ég gaf honum smápeninga. Að hluta til vegna þess að mér fannst hann eiga skilið að fá smápeninga fyrir að lí­fga …

Hinn augljósi djókur

Ég trúi því­ ekki að raunví­sindamenn sem vinna við rannsóknir á örverum kalli félagið sitt Einfrumungafélagið. Eitthvað segir mér að hinn nýkjörni formaður eigi eftir að heyra allnokkra brandara næstu misserin um hvort hann sé amaba…

Málmþreyta

Fyrir nokkrum árum var talsvert talað um málmþreytu – sem gat að sögn orðið til þess að heilu stykkin rifnuðu af flugvélaskrokkum á ferð og þeyttu þannig út hrekklausum farþegum. Á dag upplifði ég málmþreytu á skaðminni en þó hvimleiðan hátt. Hálfur bí­lykillinn sat eftir í­ svissinum þegar ætlaði að kippa honum út. Óstuð. Dagurinn …

Sögusagnir

Eru sumarstarfsmennirnir enn að störfum á fréttavef Moggans? Ein af fréttum kvöldsins fjallar um Hillary Clinton og Sýrland: Clinton staðfestir sögusagnir um kjarnorkuþróun Sýrlendinga Bandarí­ski öldungadeildarþingmaðurinn Hillary Clinton, sem sækist eftir því­ að verða forsetaefni demókrata, lýsti því­ yfir í­ gærkvöldi að hún styddi meintar aðgerðir ísraelshers á sýrlensku landsvæði en getum hefur verið leitt …

Myanmar

Myanmar – eða Burma – er til umfjöllunar í­ öllum fréttatí­mum. Fréttamenn lenda í­ sí­fellu í­ vandræðum með hvort nafnið eigi að nota og láta yfirleitt bæði flakka. Þetta er kúnstugt í­ ljósi þess að það eru átján ár frá því­ að nafninu var breytt. Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna nafnbreytinguna en Bandarí­kjastjórn ekki. Raunar er það …

Gjafmildi

Örlæti auðmanna er talsvert í­ fréttum um þessar mundir. Þegar hinn eða þessi skrilljarðamæringurinn gefur rausnalega til einhvers þjóðþrifaverkefnisins er oft látið eins og um einstæða atburði í­ Íslandssögunni sé að ræða. En hver ætli sé verðmætasta gjöf af þessu tagi í­ sögulegu samhengi? Sumar af gjöfum auðmanna á miðöldum til klaustra voru svo stórar …

Tungumáladagurinn – getraun

Evrópski tungumáladagurinn er í­ dag (eða var hann í­ gær?) Að því­ tilefni er rétt að efna til tungumálagetraunar. Spurt er (og óskað er eftir því­ að lesendur stilli sig um að gúggla) – á hvaða tungumáli er eftirfarandi texti: Balna í¤binofs jipulils kil, kels í¤golofs lí¼ niver poldik. E alane ofas pí¤lí¼cödetons bligí¤ds vemo …

Fótboltabrúðkaupið

Fólk keppist við að spyrja mig að því­ hvernig það muni ganga upp að hafa brúðkaup á sama degi og sí­ðasta umferðin í­ Íslandsmótinu. Því­ er auðvelt að svara. Athöfnin, sem verður við félagsheimili OR í­ Elliðaárdalnum, hefst ekki fyrr en þremur kortérum eftir að flautað hefur verið til leiksloka. Það gefur boltabullum í­ hópi …

Hvimleið Miðlun

Nú er búið að hringja hingað tvisvar í­ kvöld með fimmtán mí­nútna millibili til að spyrja um Steinunni, sem ekki er heima. Þarna er annað hvort um að ræða einhverja sí­msölu eða skoðanakönnun – í­ það minnsta er fyrirtækið Miðlun skráð fyrir sí­manúmerinu sem hringt var úr. Svona hringingar fara ekkert í­ taugarnar á mér, …