Grunngildi

Á fimmtudaginn fór ég með Ólí­nu til háls-, nef- og eyrnasérfræðings í­ Glæsibæ laust fyrir klukkan tí­u. Þegar við mættum þangað var maður að leika á harmonikku – suðrænn yfirlitum – fyrir framan innganginn. Ég gaf honum smápeninga. Að hluta til vegna þess að mér fannst hann eiga skilið að fá smápeninga fyrir að lí­fga …

Málmþreyta

Fyrir nokkrum árum var talsvert talað um málmþreytu – sem gat að sögn orðið til þess að heilu stykkin rifnuðu af flugvélaskrokkum á ferð og þeyttu þannig út hrekklausum farþegum. Á dag upplifði ég málmþreytu á skaðminni en þó hvimleiðan hátt. Hálfur bí­lykillinn sat eftir í­ svissinum þegar ætlaði að kippa honum út. Óstuð. Dagurinn …

Sögusagnir

Eru sumarstarfsmennirnir enn að störfum á fréttavef Moggans? Ein af fréttum kvöldsins fjallar um Hillary Clinton og Sýrland: Clinton staðfestir sögusagnir um kjarnorkuþróun Sýrlendinga Bandarí­ski öldungadeildarþingmaðurinn Hillary Clinton, sem sækist eftir því­ að verða forsetaefni demókrata, lýsti því­ yfir í­ gærkvöldi að hún styddi meintar aðgerðir ísraelshers á sýrlensku landsvæði en getum hefur verið leitt …

Myanmar

Myanmar – eða Burma – er til umfjöllunar í­ öllum fréttatí­mum. Fréttamenn lenda í­ sí­fellu í­ vandræðum með hvort nafnið eigi að nota og láta yfirleitt bæði flakka. Þetta er kúnstugt í­ ljósi þess að það eru átján ár frá því­ að nafninu var breytt. Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna nafnbreytinguna en Bandarí­kjastjórn ekki. Raunar er það …

Gjafmildi

Örlæti auðmanna er talsvert í­ fréttum um þessar mundir. Þegar hinn eða þessi skrilljarðamæringurinn gefur rausnalega til einhvers þjóðþrifaverkefnisins er oft látið eins og um einstæða atburði í­ Íslandssögunni sé að ræða. En hver ætli sé verðmætasta gjöf af þessu tagi í­ sögulegu samhengi? Sumar af gjöfum auðmanna á miðöldum til klaustra voru svo stórar …

Tungumáladagurinn – getraun

Evrópski tungumáladagurinn er í­ dag (eða var hann í­ gær?) Að því­ tilefni er rétt að efna til tungumálagetraunar. Spurt er (og óskað er eftir því­ að lesendur stilli sig um að gúggla) – á hvaða tungumáli er eftirfarandi texti: Balna í¤binofs jipulils kil, kels í¤golofs lí¼ niver poldik. E alane ofas pí¤lí¼cödetons bligí¤ds vemo …

Fótboltabrúðkaupið

Fólk keppist við að spyrja mig að því­ hvernig það muni ganga upp að hafa brúðkaup á sama degi og sí­ðasta umferðin í­ Íslandsmótinu. Því­ er auðvelt að svara. Athöfnin, sem verður við félagsheimili OR í­ Elliðaárdalnum, hefst ekki fyrr en þremur kortérum eftir að flautað hefur verið til leiksloka. Það gefur boltabullum í­ hópi …

Hvimleið Miðlun

Nú er búið að hringja hingað tvisvar í­ kvöld með fimmtán mí­nútna millibili til að spyrja um Steinunni, sem ekki er heima. Þarna er annað hvort um að ræða einhverja sí­msölu eða skoðanakönnun – í­ það minnsta er fyrirtækið Miðlun skráð fyrir sí­manúmerinu sem hringt var úr. Svona hringingar fara ekkert í­ taugarnar á mér, …