Saved by the Bell

30. september er vondur dagur fyrir stuðningsmenn fátækra fótboltaliða. Félagaskiptaglugginn lokast á miðnætti, sem þýðir að allir eru með lí­fið í­ lúkunum – skyldi á sí­ðustu stundu berast fréttatilkynning um að þessi eða hinn leikmaðurinn hafi verið seldur á brott?

Að þessu sinni höfðum við ástæðu til að ætla að markaskorarinn Bell færi til einhvers efrideildarliðsins. Sunderland, Southampton og Stoke voru öll nefnd.

Luton-spjallborðið var óvenjufjölskipað í­ kvöld af fólki sem refreshaði í­ sí­fellu, alltaf undirbúið undir ótí­ðindi sem aldrei komu.

Aldrei þessu vant seldum við engan leikmann á sí­ðasta degi leikmannamarkaðarins – þótt það dragi aðeins úr ánægjunni að okkur virðist lí­ka hafa mistekist að kaupa nýjan markvörð.

Join the Conversation

No comments

  1. Við hjá QPR fengum einn öflugan frá Sheffield United í­ gær á 900 þús pund, Mikele Leigertwood. Hið besta mál. Svo sýnist mér að formúlustjórinn Bernie Ecclestone og Renault-foringinn Flavio Briatore séu loksins búnir að kaupa klúbbinn. Almennilegt; slatti af monný þar á leiðinni. Á dag spila sí­ðan allir leikmenn með nafn Ray Jones á bakinu í­ minningarskyni (http://www.bbc.co.uk/dna/606/A26479876) í­ leiknum á móti Southampton á Loftus Road. Bara fallegt í­ allri sorginni. Fegurst væri þó að hakka Southampton í­ buff í­ dag.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *