Samdráttur

Eins og fram hefur komið á þessari sí­ðu verð ég að mestu í­ Reykjaví­kurakademí­unni til áramóta. Ég ætla að taka fjóra mánuði í­ að stúdera sögu Knattspyrnufélagsins Fram – sem verður bráðskemmtilegt.

Þetta þýðir hins vegar jafnframt að ég mun verja öllum vinnudeginum fyrir framan tölvu – sem aftur þýðir að ég mun ekki nenna að eyða pásum, hádegishléi eða tí­ma eftir að heim er komið í­ blogglestur og ritun hátæknihugveitufærslna. Jafnframt er markmiðið að fara fyrr að sofa á kvöldin, en það hefur áhrif í­ sömu átt.

Með öðrum orðum: það verður minna skrifað á þessa sí­ðu næstu mánuðina. Bí­tið í­ það súra epli.

# # # # # # # # # # # # #

Sí­ðdegis mætti ég í­ minningarathöfn um ísgeir Elí­asson í­ Grensáskirkju. ísgeir var óhemjuvinsæll maður og kirkjan því­ full, þrátt fyrir að fyrirvarinn hafi vart verið nema 2-3 klukkustundir. Það segir sí­na sögu.
Athöfnin var falleg og gamli gagnræðaskólakennarinn minn, Ólafur Jóhannesson, stóð sig vel.

Það er einmitt á stundum sem þessum sem Þjóðkirkjan vinnur fyrir kaupinu sí­nu. Við dauðsföll veit fólk ekki hvernig það á að haga sér, en kirkjan býður upp á „tilbúnar viðbragðsáætlanir“. Ætli hópar á borð við Vantrú og Siðmennt sér í­ raun að hnekkja stöðu kirkjunnar í­ samfélaginu, þá verða trúleysingjar að búa til valkosti – þróa einhverjar stofnanir sem staðið geta að minningar- og samverustundum, útförum og slí­ku með skömmum eða engum fyrirvara.

# # # # # # # # # # # # #

Eftir þokkalega byrjun er heldur að fjara undan Luton. Tap á heimavelli gegn Bristol Rovers er ekki ásættanlegt. Á HörpuSjafnarbikarnum drógumst við gegn Gillingham á útivelli, sem er skí­taleikur.

Utan vallar er allt í­ steik – og í­ dag birti eitt slúðurblaðið fregn um að félagið sé falt fyrir fimm milljónir punda, sem er smotterí­. Þetta verðmat er ví­sbending um að fjárfestar telji engar lí­kur á að við fáum að byggja nýjan völl, sem væri kjaftshögg fyrir klúbbinn. Urr!

# # # # # # # # # # # # #

Ekki mikið afrekað þessa helgina, enda barnið með eyrnabólguna. Þó er búið að hengja upp spegil í­ svefnherberginu. Það er framfaraspor – en fyrstu dagana á maður reglulega eftir að hrökkva í­ kút við að sjá hreyfingu þegar gengið er inn í­ herbergið.