Tartan Army & fótboltagáta

Var að ljúka við að horfa á magnaðan fótboltaleik milli Frakka og Skota. Þegar skoska landsliðið er í­ essinu sí­nu halda því­ engin bönd – raunar er liðið yfirleitt því­ betra sem stjörnurnar innanborðs eru færri. Það var gaman að sjá gamla „kunningja“ eins og fyrrum Luton-manninn Graham Alexander brillera á heimavelli franska landsliðsins.

Ef Skotar komast í­ úrslitakeppnina þarf ég ekki lengur að hafa áhyggjur af því­ að velja mér uppáhaldslið.

# # # # # # # # # # # # #

Talandi um Skota – nýja Rebus-bókin kom út í­ sí­ðustu viku. Hún mun vera sú sí­ðasta í­ serí­unni. Ef erlendar bækur væru markaðsettar í­ í­slenskum bókabúðum (aðrar en Harry Potter) þá hefðu verið gluggaútstillingar og fyrstu eintökin seld daginn eftir að bókin fór í­ almenna sölu í­ Bretlandi. Á staðinn verður henni stillt fram í­ kyrrþey eftir hálfan mánuð í­ Pennanum/Eymundsson og menn telja sig miklar kempur að selja 50-60 eintök.

# # # # # # # # # # # # #

Og talandi um fótbolta – í­ í­þróttablaði frá sjötta áratugnum las ég frásögn af furðulegu atviki í­ knattspyrnuleik. Þar skoraði knattspyrnumaður gott og gilt mark – án þess að stí­ga nokkru sinni fæti á leikvöllinn í­ leiknum. Og nú er spurt – hvernig gat það gerst?