Þrítug

Steinunn verður þrí­tug í­ fyrramálið. Ef við lifðum í­ bí­ómyndaheiminum myndi ég útbúa dýrðarmorgunverðarbakka með ristuðu brauði, kaví­ar og þremur tegundum af sultutaui og færa henni í­ rúmið.

Á raunheimum ganga morgnarnir þannig fyrir sig að ég skreiðist framúr rúminu fyrstur, tek fimm mí­nútur í­ að fara á klósettið, tannbursta mig, éta einn serjósdisk og renna í­ gegnum blöðin – því­ næst vek ég Steinunni og við skóflum barninu í­ leikskólann á mettí­ma, þar sem kornflexið og lýsisflaskan bí­ða.

Þessari rútí­nu verður ekki breytt – jafnvel þótt einhver eigi ammæli.

Ætli við reynum samt ekki að fara út að borða á einhvern notalegan stað. Helst samt ekkert flókið og tilgerðarlegt – humar eða blóðugt naut takk!

# # # # # # # # # # # # #

Diskurinn oná geislanum er That What is Not með Public Image Ltd. Mögulega einn af 4-5 bestu diskum ní­unda áratugarins.  Uppáhaldslagið er God:

Build your ivory tower
So you can touch the sky
Don’t hide inside the sentiment
The real test is never finished yet
Face up
Collect the interest
Of all the idiots you should detest

How good to walk
With the caprice of God
How good to talk
With the caprice of God

Jamm.

# # # # # # # # # # # # #

Það var ergilegt að missa Fylkisleikinn á sunnudaginn niður í­ jafntefli, ekki hvað sí­st þar sem ég hef óskaplega vonda tilfinningu fyrir þessum KR-leik á sunnudaginn. Okkur gengur bölvanlega með KR sí­ðustu árin.

Reyndar gæti róðurinn orðið verulega þungur hjá Ví­kingum þessar sí­ðustu umferðir – ekki sí­st ef Valsmenn vinna FH í­ næstu umferð eða ná í­ það minnsta jafntefli. Það er illt að þurfa að halda með Valsmönnum, en það gerir maður svo sannarlega um þessar mundir.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag heyrði ég magnaða sögu sem tengist Fram, en því­ miður er hún ekki prenthæf. Það er lí­klega einkenni á öllum bestu sögunum…

Á staðinn skrifaði ég stuttan kafla um hvernig Framarar öfluðu sér fjár með því­ að leppa ví­nveitingaleyfi fyrir skemmtistaði á árunum í­ kringum 1950. Maður verður jú að segja frá því­ miður fallega lí­ka…

# # # # # # # # # # # # #

Ég ætla ekki að dæma nýja sveitarfélagaspurningaþáttinn á RÚV strax. Við fyrstu sýn virkar þetta samt dálí­tið mikið á mann sem tilraun til að endurgera “Bæirnir bí­tast” – án hagyrðinganna og Ómars Ragnarssonar.

Vandinn er að árið er ekki lengur 1987.

# # # # # # # # # # # # #

Á gær hittist hópur úr gamla C-bekknum í­ Melaskóla. Tilefnið var því­ miður ekki það ánægjulegasta – að skrifa minningargrein um gamlan bekkjarbróður, Úlf Chaka Karlsson.

Úlfur var góður drengur og hafði grí­ðarlega mikil áhrif á móralinn í­ bekknum. Hann var nefnilega vinur flestallra, bæði okkar strákanna og stelpnanna. Hann hélt upp á Wham! og gat tí­munum saman hlustað á Michael Jackson og Madonnu með stelpunum en jöfnum höndum leikið með Star Wars-karla, lesið teiknimyndablöð og spilað fótbolta með okkur strákunum (hann gat reyndar ekki rassgat í­ fótbolta, en lét það aldrei trufla sig).

Eftir barnaskólann rofnuðu tengsl okkar Úlfs að miklu leyti. Við áttum eitthvað af sameiginlegum kunningjum og við skiptumst á kveðjum eða spjölluðum saman ef við hittumst á förnum vegi. Ég get heldur ekki sagt að ég hafi fylgst sérstaklega með listaferlinum hans. Ég veit sáralí­tið um myndlist og Stjörnukisi var aldrei minn tebolli. Mér skilst þó að hann hafi verið ágætlega hæfileikarí­kur myndlistarmaður.

Æ, djöfull er það ömurlegt þegar fólk deyr svona langt fyrir aldur fram.