Fótboltabrúðkaupið

Fólk keppist við að spyrja mig að því­ hvernig það muni ganga upp að hafa brúðkaup á sama degi og sí­ðasta umferðin í­ Íslandsmótinu. Því­ er auðvelt að svara.

Athöfnin, sem verður við félagsheimili OR í­ Elliðaárdalnum, hefst ekki fyrr en þremur kortérum eftir að flautað hefur verið til leiksloka. Það gefur boltabullum í­ hópi brúðkaupsgesta tækifæri til að jafna sig á úrslitunum. Þeir sem vilja mæta á völlinn eiga meira að segja að ná því­ með því­ að mæta beint að leik loknum.

Til að gera boltaþyrstum lí­fið enn auðveldara hef ég náð hagstæðum samningum við Orkuveituna um að sýna fótboltann í­ sal Rafheima, steinsnar frá félagsheimilinu. Þá þarf enginn að missa af neinu (og ég næ sjálfur að sjá einhverjar mí­nútur á milli þess sem ég stend í­ snatti og reddingum).

En hvaða úrslit eru vænlegust til að tryggja sem besta stemningu í­ partýinu? Jú, þarna verða gallharðir Valsmenn, Framarar, Ví­kingar og KR-ingar – en minna um FH-inga og HK-menn. Það þýðir að hin besta blanda væri titillinn á Hlí­ðarenda og HK niður.

Það er sem sagt búið að hugsa fyrir öllu!

# # # # # # # # # # # # #

Var að lesa í­ dag um viðureign Fram og Barcelona í­ Evrópukeppninni 1990. Liðin mættust í­ 16-liða úrslitum, en liðunum þar var skipt upp í­ styrkleikaflokka sem byggðu á fyrri árangri í­ Evrópu. Það er kúnstug staðreynd að Manchester United (sem vann keppnina þetta árið) var í­ veikari flokknum ásamt Fram, enda ensku liðin nýkomin úr keppnisbanni, en í­ hópi liðanna átta í­ sterkari flokknum var Wrexham frá Wales – sem þetta sama keppnistí­mabil hafnaði 92. og neðsta sæti ensku deildarkeppninnar…

# # # # # # # # # # # # #

Þetta virðist ætla að verða bikarár hjá Luton. Lí­tið gengur í­ deildinni, en í­ deildarbikarkeppninni slógum við út Sunderland á dögunum og svo Charlton í­ kvöld. Erum komnir í­ 16-liða úrslit sem er bara fjári gott.

Stuðningsmennirnir eru kátir. Þeir vilja útileik gegn stórliði (eða í­ einhverri partý-borginni á Suðurströndinni). Ég vil heimaleik gegn stórliði – til að eiga möguleika á að sjá mí­na menn á Sýn. Arsenal eða Manchester United heima væri fí­nt…

Join the Conversation

No comments

 1. Ég gef mér bara að allir sannir Skagastuðningsmenn verði staddir í­ Kebblaví­k að berja á heimamönnum með naglaspýtu í­ sögulegasta uppgjöri seinni ára – og hafi engan tí­ma fyrir brúðkaupsstand.

 2. „ég næ sjálfur að sjá einhverjar mí­nútur á milli þess sem ég stend í­ snatti og reddingum“. Ertu alveg viss um að þú sért búinn að bera þetta skipulag undir Steinunni?
  Hvað ef það verður framlengt? Verða þá brúðkaupsgestirnir bara að bí­ða? (ég viðurkenni að ég hef nákvæmlega ekkert vit á þessum boltaleikjum og finnst bara alltaf aðalatriðið að „vera með“ svo ég gef mér bara að það verði hugsanlega framlengt).
  Þegar ég heyrði fyrst um að brúðkaupið hefði verið sett á þennan dag hélt ég að það væri til vitnis um að loksins á fertugsaldri hefði einkasonurinn náð þeim þroska að átta sig á að „lí­fið er ekki bara fótbolti“.
  Nú er ég farin að efast!

 3. Öllu frestað ef það verður framlengt. Og ef úrslitin ráðast í­ ví­takeppni hefur Hilmar Örn lofað að skjóta reglulega fréttum inn í­ athöfnina…

 4. Hreinræktaður kjánaskapur að hafa ekki brúðkaupið í­ hálfleik og veisluna á eftir í­ nálægum sal. Það er árviss viðburður að Fram reddi sér ekki fyrr en í­ sí­ðasta leik. Er ekki annars Krossinn með hentugt húsnæði sem þeir leigja út í­ svona tilstand — rétt hjá Breiðabliksvellinum?

 5. Þú færð hvorki ManUre heima né heiman, þökk sé Coventry.

  Allir góðir menn hljóta að óska þess að KR fari niður. Það tryggir lí­ka góðan skamt af schadenfraude sem er nauðsynlegt í­ öllum samkomum.

  Til hamingju með daginn

  ífram Valur (já og megi Fram ganga nægjanlega vel til að dagurinn verði góður fyrir þig, Alfreð og Svein Andra.)

  kv.
  Friðjón

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *