Gjafmildi

Örlæti auðmanna er talsvert í­ fréttum um þessar mundir. Þegar hinn eða þessi skrilljarðamæringurinn gefur rausnalega til einhvers þjóðþrifaverkefnisins er oft látið eins og um einstæða atburði í­ Íslandssögunni sé að ræða.

En hver ætli sé verðmætasta gjöf af þessu tagi í­ sögulegu samhengi? Sumar af gjöfum auðmanna á miðöldum til klaustra voru svo stórar að nær ómögulegt er að átta sig á stærð þeirra framreiknað til nútí­maverðgildis. Ef við einskorðum okkur við tuttugustu öldina myndi ég hins vegar skjóta á gjöf Sigurðar Jónassonar til í­slenska rí­kisins – þegar hann gaf Bessastaði og Geysi í­ Haukadal.

Hvaða verðmiða ætli fasteignasali myndi skella á Bessastaði í­ dag?