Gjafmildi

Örlæti auðmanna er talsvert í­ fréttum um þessar mundir. Þegar hinn eða þessi skrilljarðamæringurinn gefur rausnalega til einhvers þjóðþrifaverkefnisins er oft látið eins og um einstæða atburði í­ Íslandssögunni sé að ræða.

En hver ætli sé verðmætasta gjöf af þessu tagi í­ sögulegu samhengi? Sumar af gjöfum auðmanna á miðöldum til klaustra voru svo stórar að nær ómögulegt er að átta sig á stærð þeirra framreiknað til nútí­maverðgildis. Ef við einskorðum okkur við tuttugustu öldina myndi ég hins vegar skjóta á gjöf Sigurðar Jónassonar til í­slenska rí­kisins – þegar hann gaf Bessastaði og Geysi í­ Haukadal.

Hvaða verðmiða ætli fasteignasali myndi skella á Bessastaði í­ dag?

Join the Conversation

No comments

  1. Ég held nú reyndar að Bessastaðir séu þokkalega mikils virði. Ef við skoðum Bessastaði hjá Fasteignamati rí­kisins er brunabótamat eignarinnar 737.735.000 kr,- Þá er eingöngu um brunabótamatið að ræða og myndi maður halda að eingöngu húseignirnar fari á tvöföldu brunabótamati hið minnsta. Þá er ótalin lóðin sem hlýtur að vera talin hin glæsilegasta á landi voru. Ef mér skjátlast ekki þá hlýtur þessi eign að vera blautasti draumur hvers fasteignasala hér á landi.

    Glæsilegasta gjöf tuttugustu aldarinnar án efa. Nema að „gjöf“ Kjarvals til borgarinnar muni hækka talsvert í­ verði.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *