Myanmar

Myanmar – eða Burma – er til umfjöllunar í­ öllum fréttatí­mum. Fréttamenn lenda í­ sí­fellu í­ vandræðum með hvort nafnið eigi að nota og láta yfirleitt bæði flakka. Þetta er kúnstugt í­ ljósi þess að það eru átján ár frá því­ að nafninu var breytt. Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna nafnbreytinguna en Bandarí­kjastjórn ekki. Raunar er það hápólití­skt mál hvort nafnið menn kjósa að nota.

Það sem gerir nafngiftarmálið enn sérkennilegra er sú staðreynd að Burma og Myanmar er í­ raun sama nafnið. Merkingin er sú sama. Myanmar-nafnið er lí­ka óumdeilt heiti landsins á máli heimamanna, en með nafnbreytingunni var einungis verið að breyta hinu enska heiti landsins.

Margt hefur verið skrifað um Myanmar/Burma-deiluna og ýmis rök eru dregin fram með og á móti. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist þetta þó fyrst og fremst vera frekar rökrétt leiðrétting þar nafnið er lagað að eðlilegum ritunarhætti á tungu heimamanna.

Sumir stjórnarandstæðingar hafa snúist gegn nafnbreytingunni. Ekki sérstaklega vegna þess að þeir telji Burma vera betra nafn en Myanmar, heldur fyrst og fremst á þeirri forsendu að þeir viðurkenni ekki lögmæti herforingjastjórnarinnar og þar með ekki ákvarðanna hennar. Ef herforingjarnir hefðu breytt nafninu á hinn veginn – úr Myanmar í­ Burma – væri stjórnarandstaðan lí­klega í­ dag að berjast fyrir Myanmar-nafninu.

Að sumu leyti eru hinar pólití­sku deilur um hvort nafnið skuli nota sambærilegar við það ef Grindví­kingar og Hafnfirðingar færu í­ hár saman út af því­ hvort tala eigi um Krí­suví­k eða Krýsuví­k – en sveitarfélögin nota ví­st hvort sinn ritháttinn.

# # # # # # # # # # # # #

Varaformaður Samfylkingar útskýrir á blogginu sí­nu hvað hann átti við með að vilja taka upp „tví­tyngda“ stjórnsýslu.

Hvernig væri að hann myndi byrja á að gerast sjálfur tví­tyngdur á eigin bloggi? Hann gæti snarað færslunum sí­num yfir á ensku jafnóðum (eða frumsamið þær á ensku og þýtt svo yfir á í­slensku)? Er þetta ekki alveg brilljant hugmynd fyrir ungan og efnilegan stjórnmálamann?

Eða eru það kannski bara einhverjir aðrir sem eiga að vera svona flinkir að skrifa og tala ensku?