Myanmar

Myanmar – eða Burma – er til umfjöllunar í­ öllum fréttatí­mum. Fréttamenn lenda í­ sí­fellu í­ vandræðum með hvort nafnið eigi að nota og láta yfirleitt bæði flakka. Þetta er kúnstugt í­ ljósi þess að það eru átján ár frá því­ að nafninu var breytt. Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna nafnbreytinguna en Bandarí­kjastjórn ekki. Raunar er það hápólití­skt mál hvort nafnið menn kjósa að nota.

Það sem gerir nafngiftarmálið enn sérkennilegra er sú staðreynd að Burma og Myanmar er í­ raun sama nafnið. Merkingin er sú sama. Myanmar-nafnið er lí­ka óumdeilt heiti landsins á máli heimamanna, en með nafnbreytingunni var einungis verið að breyta hinu enska heiti landsins.

Margt hefur verið skrifað um Myanmar/Burma-deiluna og ýmis rök eru dregin fram með og á móti. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist þetta þó fyrst og fremst vera frekar rökrétt leiðrétting þar nafnið er lagað að eðlilegum ritunarhætti á tungu heimamanna.

Sumir stjórnarandstæðingar hafa snúist gegn nafnbreytingunni. Ekki sérstaklega vegna þess að þeir telji Burma vera betra nafn en Myanmar, heldur fyrst og fremst á þeirri forsendu að þeir viðurkenni ekki lögmæti herforingjastjórnarinnar og þar með ekki ákvarðanna hennar. Ef herforingjarnir hefðu breytt nafninu á hinn veginn – úr Myanmar í­ Burma – væri stjórnarandstaðan lí­klega í­ dag að berjast fyrir Myanmar-nafninu.

Að sumu leyti eru hinar pólití­sku deilur um hvort nafnið skuli nota sambærilegar við það ef Grindví­kingar og Hafnfirðingar færu í­ hár saman út af því­ hvort tala eigi um Krí­suví­k eða Krýsuví­k – en sveitarfélögin nota ví­st hvort sinn ritháttinn.

# # # # # # # # # # # # #

Varaformaður Samfylkingar útskýrir á blogginu sí­nu hvað hann átti við með að vilja taka upp „tví­tyngda“ stjórnsýslu.

Hvernig væri að hann myndi byrja á að gerast sjálfur tví­tyngdur á eigin bloggi? Hann gæti snarað færslunum sí­num yfir á ensku jafnóðum (eða frumsamið þær á ensku og þýtt svo yfir á í­slensku)? Er þetta ekki alveg brilljant hugmynd fyrir ungan og efnilegan stjórnmálamann?

Eða eru það kannski bara einhverjir aðrir sem eiga að vera svona flinkir að skrifa og tala ensku?

Join the Conversation

No comments

 1. I, for one, welcome this change and I’m certain that my readership will multiply by a factor of tens of thousands, since there are so many more English-speakers in this world than there are speakers of Icelandic.
  Doesn’t everyone agree with me?

 2. Var að lesa grein um þetta nafnamál bara í­ dag á BBC. Það eru reyndar fleiri, skilst mér, en kanarnir, sem tala um Burma fremur en Myanmar, þ.á.m. einmitt BBC og breskir fjölmiðlar/pólití­kusar almennt. Á þessari grein er því­ einnig haldið fram að þótt merkingin sé hin sama, þá noti almenningur í­ landinu yfirleitt Burma í­ samtölum sí­n á milli, meðan Myanmar sé notað í­ opinberum plöggum – Burma sé hvunndags, Myanmar spari/formlegt heiti landsins. Ekki veit ég hvað til er í­ þessu, enda aldrei til landsins komið. Hinsvegar vantaði það sama í­ þá grein og vantar í­ þessar vangaveltur þí­nar: Þar kemur fram, eins og hjá þér, að bæði nöfn þýði hið sama. Þar kemur hins vegar hvergi fram, frekar en hjá þér, hvað það er, sem þessi nöfn þýða…
  Svar óskast sent …

 3. Wikipedia gengur raunar ekki alveg svo langt, nefnir það sem mögulega skýringu að Bama sé styttingarafbökun af Myanma.

  http://en.wikipedia.org/wiki/Names_of_Burma/Myanmar

  Nafngiftin og uppruni hennar er hulin myrkrum sögunnar og helstu tilgáturnar ekkert sérlega sennilegar. Sú vinsælasta meðal stjórnvalda, að landið dragi nafn sitt af Brahma, ber þannig nokkurn keim af alþýðlegri orðsifjaspeki.

  Nafnskiptin á landinu voru öðrum þræði pólití­sks eðlis, að miklu leyti hugsuð sem uppgjör við nýlendutí­mann, en einnig var því­ haldið fram að nafnið Myanmar veitti öðrum þjóðarbrotum (32% landsmanna) en Búrmum meira öryggi og hlýju.Minnihlutahópar og stjórnarandstæðingar mótmæla þessu hins vegar og segja að hið enska Búrma rigni jafnt yfir alla, meðan hið búrmanska Myanmar endurspegli drottnun Búrma yfir öðrum þjóðum og þjóðabrotum landsins.

  Þessi deila hefur ekki verið til lykta leidd í­ Búrma og lí­til von til þess að okkur auðnist það frekar. En ef við viljum hlí­ta leiðsögn hershöfðingjastjórnarinnar í­ Jangon þurfum við einnig að lí­ta til þess að Myanmar er ensk umritun úr búrmönsku, en á í­slensku væri nafnið þá ritað Mjanma.

  Svo má auðvitað spyrja sig hversu langt eigi að ganga í­ þessum efnum. Var einhverjum greiði gerður með því­ að tala um Kampútseu í­ nokkur ár að pólití­skri leiðsögn Rauðu khmeranna? Eigum við ekki að kasta nýlendunafngiftinni Grænlandi og ræða þess í­ stað um Kalaallit Nunaat?

 4. Þessi deila um Myanmar/Burma snýst bara um enskt heiti landsins og kemur okkur þannig séð lí­tið við, a.m.k. þangað til ígústi Ólafi tekst að gera ensku að rí­kismáli. Mjanma hefur verið opinbert heiti landsins frá 1948 – hvort sem herforingjastjórnir eða hálfgerðar lýðræðisstjórnir hafa verið völd.

  Pælingin um Grænland er hins vegar athyglisverð. Á Kaupmannahafnarháskóla er ennþá til Institut for Eskimologi, en flestum Íslendingum þætti lí­klega óviðkunnanlegt að kalla Inúí­ta Eskimóa, a.m.k. nú á dögum.

 5. Er salomónsdómurinn þá ekki fallinn? Við komum okkur undan þessari nafnadeilu og notum bara búrmí­ska orðið. Hver væri réttasti rithátturinn? Myan-ma kemur sterklega til greina…

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *