Eru sumarstarfsmennirnir enn að störfum á fréttavef Moggans? Ein af fréttum kvöldsins fjallar um Hillary Clinton og Sýrland:
Clinton staðfestir sögusagnir um kjarnorkuþróun Sýrlendinga
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Hillary Clinton, sem sækist eftir því að verða forsetaefni demókrata, lýsti því yfir í gærkvöldi að hún styddi meintar aðgerðir ísraelshers á sýrlensku landsvæði en getum hefur verið leitt að því að loftárás ísraelshers á sýrlenskt landsvæði fyrr í þessum mánuði hafi beist gegn einhvers konar kjarnorkuþróunarstöð. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.
„Við höfum ekki eins miklar upplýsingar og við vildum en það sem við höldum að við vitum er að Sýrlendingar hafi jafnvel um nokkurra ára skeið verið að koma sér upp kjarnorkutækni með hjálp Norður-Kóreu og þá á ég við fjárhagslega, tæknilega og verkfræðilega aðstoð,†sagði hún. „Við teljum að ísraelar hafi stöðvað þetta og ég styð það.â€
Gaman væri að vita hvernig fréttamaður mbl.is fær það út að Hillary Clinton hafi með þessum orðum „staðfest“ sögusagnir? „Tekið undir“ sögusagnir væri e.t.v. nær lagi.
# # # # # # # # # # # # #
Róbert írni lögmaður fær strangan dóm fyrir kynferðisafbrot. Samkvæmt fréttum er það talið honum til refsiþyngingar að vera lögmaður – sem er rökrétt, hann getur þá a.m.k. ekki borið því við að hafa verið ókunnugt um að afbrotin væru refsiverð.
Hitt er sérkennilegra þegar Lögmannafélagið krefst þess að fá refsivald í málinu og tæki til að refsa kollegum sínum með sviptingu lögmannsleyfa áður en dómur er fallinn.
Mér finnst eitthvað meira en lítið vafasamt við að fela fagfélögum einstakra stétta réttindi til að svipta fólk atvinnuréttindum. Slíkt vald getur varla svo vel sé verið í höndum annarra en dómstóla eða ráðuneyta (sem aftur gætu framselt það til einstakra stofnanna). Félag úti í bæ getur ekki og á ekki að hafa slík völd.