Sögusagnir

Eru sumarstarfsmennirnir enn að störfum á fréttavef Moggans? Ein af fréttum kvöldsins fjallar um Hillary Clinton og Sýrland:

Clinton staðfestir sögusagnir um kjarnorkuþróun Sýrlendinga

Bandarí­ski öldungadeildarþingmaðurinn Hillary Clinton, sem sækist eftir því­ að verða forsetaefni demókrata, lýsti því­ yfir í­ gærkvöldi að hún styddi meintar aðgerðir ísraelshers á sýrlensku landsvæði en getum hefur verið leitt að því­ að loftárás ísraelshers á sýrlenskt landsvæði fyrr í­ þessum mánuði hafi beist gegn einhvers konar kjarnorkuþróunarstöð. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

„Við höfum ekki eins miklar upplýsingar og við vildum en það sem við höldum að við vitum er að Sýrlendingar hafi jafnvel um nokkurra ára skeið verið að koma sér upp kjarnorkutækni með hjálp Norður-Kóreu og þá á ég við fjárhagslega, tæknilega og verkfræðilega aðstoð,” sagði hún. „Við teljum að ísraelar hafi stöðvað þetta og ég styð það.”

Gaman væri að vita hvernig fréttamaður mbl.is fær það út að Hillary Clinton hafi með þessum orðum „staðfest“ sögusagnir? „Tekið undir“ sögusagnir væri e.t.v. nær lagi.
# # # # # # # # # # # # #

Róbert írni lögmaður fær strangan dóm fyrir kynferðisafbrot. Samkvæmt fréttum er það talið honum til refsiþyngingar að vera lögmaður – sem er rökrétt, hann getur þá a.m.k. ekki borið því­ við að hafa verið ókunnugt um að afbrotin væru refsiverð.

Hitt er sérkennilegra þegar Lögmannafélagið krefst þess að fá refsivald í­ málinu og tæki til að refsa kollegum sí­num með sviptingu lögmannsleyfa áður en dómur er fallinn.

Mér finnst eitthvað meira en lí­tið vafasamt við að fela fagfélögum einstakra stétta réttindi til að svipta fólk atvinnuréttindum. Slí­kt vald getur varla svo vel sé verið í­ höndum annarra en dómstóla eða ráðuneyta (sem aftur gætu framselt það til einstakra stofnanna). Félag úti í­ bæ getur ekki og á ekki að hafa slí­k völd.

Join the Conversation

No comments

 1. Og þá kemur romsan:

  Lögmannafélag Íslands er félag þar sem starfandi lögmönnum er skylt að eiga aðild að, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 77/1998. Skv. 1. mgr. 14. gr. sömu laga kemur fram að ef úrskurðarnefnd lögmanna berst kvörtun á hendur lögmanni og telur sýnt að hann hafi í­ störfum sí­num brotið svo mjög eða í­trekað gegn lögum, eins og Róbert írni hefur nú gerst sekur um.

  Þá getur nefndin í­ áliti lagt til við dómsmálaráðherra að réttindi lögmannsins verði felld niður tí­mabundið eða hann sviptur réttindum. Ég hefði alltént haldið að það sé til muna æskilegra fyrirkomulag en ef dómsmálaráðherra hefði þetta í­ alfarið hendi sér. Hitt er annað mál að ráðherra leggur loks sjálfsætt mat á þessa tillögu lögmannafélagins.

  Þá má svo alveg deila um hvort það hefði ekki verið smekklegra ef lögmannafélagið hefði beðið með ákvörðunartökuna uns dómur var upp kveðinn. Það er önnur saga.

 2. Ignorantia juris non excusat. Það er ekki lögfræðiþekkingin, heldur lí­klega frekar hin samfélagslega ábyrgð sem hví­lir á lögmönnum. Sama hefði lí­klega gilt um lækni eða sálfræðing.

  Það sem vantaði var að LMFÁ hefði verið látið vita af því­ að Róbert hefði verið ákærður. Félagið hefði þá getað farið fram á það við Róbert að hann sinnti ekki réttargæslu vegna kynferðisafbrota, þar til dómur hefði fallið máli.

  Hefði það ekki borið árangur, hefði félagið geta lagt til að dmrn. felldi niður réttindin tí­mabundið.

  Sama árangri hefði það e.t.v. skilað, hefðu lögmenn stúlknanna borið fram kvörtun við félagið, en lí­klega er það árangursrí­kara ef LMFÁ fengi pata af ákærum vegna jafn alvarlegra afbrota og hér um ræðir.

 3. Þessi frétt er einstaklega illa unnin. Hún er það illa skrifuð að sé henni snarað beint á ensku(með lh.nt. algjörlega óbreyttum) sést greinilega hversu hroðvirknislega hún er gerð. Svona vinnubrögð þarf Mogginn að taka til alvarlegrar í­hugunar.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *